mér voru að berast þær fréttir að Nemó litli sé fundinn…
Day: November 2, 2004
illa lyktandi
Hvað flokkast undir illa lyktandi ? Það er sem betur fer alveg rosalega misjafnt, sbr maður finnur ilmvatn á einhverri konu og svo þegar maður prufar það sjálfur þá finnst manni vera hálfgerð skítalykt af manni… aníhú! Það er stundum þannig þegar maður rekst á fólk að maður finnur alveg megna ólykt koma frá viðkomandi……
í veskinu mínu
leynast ýmsir hlutir… t.d. leynist þetta í peningaveskinu mínu *3 miðar á Hárið næstkomandi laugardag… *mynd af mér og karlinum síðan ég fór til Spánar, *strædómiðar (hmm hvaðan komu þeir eiginlega… hef eiginlega ekkert tekið þann stóra gula síðan ég eignaðist litla græn), *nei sko 1000kr seðill *érrík* *fullt af kvittanarusli, *debbi, *kreddi, *ökuskírteini, *Einkaklúbbskortið…
svo sætt en svo rangt!
Ég var að fá sendan link á myndband… ekkert smá fyndið og sætt myndband…4 ára gutti að rappa og gerir það alveg ágætlega en mér finnst það ekki alveg rétt að gera svona lítil kríli að einhverjum “rapp stjörnum” og klæða þau upp eins og þessir rapp “söngvarar” eru að gera.. ss í alltofstórum fötum…