Litla leirkerlingin mín

Litla leirkerlingin mín
Ég fékk hlutina mína frá Leirnámskeiðinu í gær :) Þessi kerla var fljót að rata á sinn stað þar sem ég sá hana fyrir mér um leið og ég hófst handa við að móta kjólinn hennar :)

Krúttkallinn sem ég setti með í færslunni um námskeiðið kom líka virkilega skemmtilega út og skellti Helga á bæði hatt og skó leir úr Eyjafjallagosinu sem litar með svona svarbrúnumlit – finnst þetta koma mjög skemmtilega út og leirinn fór líka á bollana mína og líka innaní skálina.

Bæti eflaust við mynd hérna þegar ég man eftir því að smella mynd af öllu dótinu sem ég gerði.

Mæli hiklaust með að prufa svona námskeið :D skemmir ekki þegar SFR býður manni á þau!

Pabbi snilli

Nýjasta gæludýrið á heimilinu... nærist eingöngu á vöfflum með heimagerðu rifsberjahlaupi úr Birtingaholtinu! #pabbisnillingur #dekurdýr #páskakanínan2017
Nýjasta gæludýrið á heimilinu… nærist eingöngu á vöfflum með heimagerðu rifsberjahlaupi úr Birtingaholtinu! #pabbisnillingur #dekurdýr #páskakanínan2017

Fyrir nokkru sagði ég við pabba að það gengi ekki að tálga endalaust jólaskraut – hvort hann gæti ekki komið með 1 stk páskakanínu eða páskaunga ?

Snillingurinn skorast ekki undan svona áskorun og útkoman varð svona líka flott kanína!
Ekkert frekar Páska en hún fær samt fasta búsetu með páskaskrautinu ;)

Já auðvitað fékk ég frumgerðina *Haha* en ekki hvað ?

Lappaveisla!

Nomnomnom Hið árlega snilldar fjölskylduboð í Borgarnesi #fjölskyldan #sviðalappir #lappaveisla #fjölskylduboð #L
Þessari fannst sviðalöppin ekki sem verst

Vífill og Jónína standa fyrir sínu – Lappaveisla fyrir stórfjölskylduna líkt og undanfarin ár og alltaf jafn gaman að kíkja í Borgarnes og hitta fólkið, hvort sem það kom úr Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Borgarnesi, Ólafsvík, Njarðvík eða Hellu!

Sigurborg fékkst loksins til þess að smakka löpp ;) og fannst hún bara alls ekki sem verst :) Olli nartaði líka í löpp en Ása tók sig til og fékk sér bita af sviðatungu… var búin að segja henni að þar sem hún héldi svona mikið upp á nautatungu ala Inga amma og Skúli afi þá yrði hún að fá sér bita af kindatungu – gerði henni þó grein fyrir því að þetta væri nú ekki alveg það sama en best af öllu væri að smakka ;) Hún vildi fyrst meina að það væri engin tunga á boðstólunum enda eru kindatungur margfallt minni en nauta *haha* Jóhanna amma var fljót að benda henni á hvar tunguna væri að finna, í Sviðakjammanum :)

Sigurborg Ásta fékk að skoða litlu 6vikna frænku sína, dóttur Ólafar og Jóhanns. Ekkert lítið sem henni fannst spennandi að skoða þessa litlu fingur og best af öllu var þegar Ólöf bauð henni að halda á litlu frænku, Vá hvað hún stækkaði við það og var ekkert smá montin yfir þessu öllu saman – þetta var sko litla frænka HENNAR.

Takk fyrir okkur elsku Vífill & Jónína!

 

útkeyrsla

Bara nokkrar rúllur af wc pappír! Og Vel varin Kólus páskaegg #soccermom #fjáröflun #áframír
Bara nokkrar rúllur af wc pappír! Og Vel varin Kólus páskaegg

Krakkarnir voru með í fjáröflun hjá ÍR þennan mánuðinn.. WCpappír og eldhúspappír var aðalvaran ásamt páskaeggjum frá Kólus (já og lakkrís og rísegg líka).

Fyllti næstum skottið á Previunni þegar ég sótti varninginn og var fegnust því að losna við þetta í kvöld :P

Ýmsir staðir í Austurborginni heimsóttir ásamt stoppi í Kópavoginum. Alltaf gaman að hitta fólkið sitt þó það hafi verið í örflugumynd á flestum stöðum.

Takk fyrir stuðninginn!

Besti bróðir

Besti bróðir
Oliver er rosalega duglegur að hjálpa til hérna heima, óskar m.a. eftir sumum verkum eins og að aðstoða systur sínar í “fótboltaskóna” – já ég setti “” þar sem Sigurborg Ásta á ekki fótboltaskó enþá en ef hún fær einhverju um það ráðið þá fær hún par fyrr en síðar.

Mér finnst alveg yndislegt að sjá hvað hann er dulegur og hann fær líka að heyra það oftar en ekki hversu þakklát við erum að eiga svona duglegan strák. Hann er alveg einstakur og minnir mig að mörguleiti á afa minn og nafna sinn. Sá var svona rólegur og yfirvegaður einstaklingur sem fór ekki mikið fyrir en lúmskt stríðinn og fróður um svo margt. Oliver er eins og svampur um það sem hann hefur áhuga á – drekkur í sig allskonar fróðleik eins og hann fái borgað fyrir það.

 

leirnámskeið

Þessi krúttkall er að bíða eftir að komast í brennslu… þarf að þorna í viku með félögum sínum áður en hann kemst í fyrstu heimsókn í ofninn.

SFR er með fullt af stórskemmtilegum námskeiðum í gangi sem kallast “Gott að vita” og fór ég á eitt slíkt í kvöld til hennar Helgu í Studio os. Ekkert smá skemmtilegt kvöld og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og læra eitthvað nýtt, ég hefði seint gert mér grein fyrir öllum mismunandi vinnsluaðferðunum sem eru í gangi með leir, þróunin er líka ótrúleg :)

Ég bjó til 2 svona krúttkalla sem ég bað hana Helgu um að gefa Eyjafjallahatta en það er leir sem kom með hrauninu eftir gosið í Eyjafjöllum, rosalega fallega svarbrúnt og gaman að eiga svona Íslenskan leir. Einnig gerði ég heiðarlega tilraun til þess að gera bolla á svona snúningsdisk og OMG það er bara fáránlega erfitt að halda þessu í þeirri lögun sem maður vill og það sem er erfiðast er að leirinn man allt! þó svo að maður nái að laga einhverja smá”dæld” þá gæti hún komið fram í þurrki eða brennslu seinna á ferlinu. Ég bjó líka til skál í forsteypt gipsmót og einhverskonar bjöllu, verður áhugavert hvernig hún kemur út.

Nú er bara að bíða eftir að hlutirnir mínir komi úr meðhöndlun úr ofnunum hennar Helgu :)