Páskahreyfing!

Páskahreyfing!
Ásuskott

Eftir allt þetta súkkulaði og önnur sætindi var ekki annað hægt en að drösla mannskapnum út í smá hreyfingu.

Vífilstaðavatn verður oft fyrir valinu hjá okkur í þessum pælingum ef við viljum fara útfyrir hverfið. Margt að skoða og sjá (og ekki skemmir möguleikinn á að kasta steinum í vatn heldur).

 

sko hér er ein!

Oliver er búinn að vera að læra sitthvað um náttúruna í vetur og fannst honum mjög spennandi að kíkja eftir hagamúsaholum í móanum í kringum vatnið. Enda fann hann þónokkrar þarna hjá :)

Músahola

 

 

 

 

 

Skottuborg!

Sigurborgu fannst mjög spennandi þessi leit hans Olivers en ekki alveg eins auðvelt að fóta sig í móanum og var endalaust að detta, þó mest megnis beint á rassinn og sat á tímabili bara sem fastast í móanum ;)

það verður líka að vera ein af okkur gömlu;)

 

litli frændi skírður

Okkur var boðið í skírnina hans litla frænda í dag(Sigurborgar og Tobbason). Jón Ómar sem gifti okkur Leif fyrir rúmum 5 árum síðan sá um athöfnina í Dómkirkjunni.

Ingibjörg sá um að tilkynna nafnið hátt og skírt “Jón” í höfuðuið á föðurafa sínum. í framhaldinu tók daman sig til og söng svo fallega til bróður síns við undirleik Gunnars.

Svo fín í skírninni hans litla frænda í gömlu kápunni hennar mömmu sinnar #Skottuborginmín
Svo fín í skírninni hans litla frænda í gömlu kápunni hennar mömmu sinnar #Skottuborginmín

Krakkarnir stóðu sig öll vel og voru ótrúlega þolinmóð í athöfninni en skoðuðu kirkjuna hátt og lágt bæði fyrir og eftir athöfn.

í beinu framhaldi af athöfninni var svakaveisla í Álfheimunum :) skipt upp í 2 holl þar sem fjölskyldan kom fyrst og vinirnir í framhaldinu :)

 

Galdrakarlinn í Oz

Skelltum okkur á Galdrakarlinn í Oz áðan með Ingibjörgu frænku #leikhópurinnLotta #galdrakarlinníoz #frændsystkinin #Kaldalkrakkar #Ollinnminn #Ásuskottiðmitt #Skottuborginmín
Uppáhalds leikusgestirnir ásamt huglausa Ljóninu

Ásu og Sigurborgu er búið að langa lengi að fara að sjá Galdrakarlinn í Oz með Leikhópnum Lottu.

Ég lét loksins verða af því áðan og ákvað að bjóða Ingibjörgu frænku með okkur.

Krakkarnir skemmtu sér allir stórvel og voru hrikalega spennt yfir þessu öllu saman. Einnig voru þau öll svo til í að fá myndir af sér með leikurunum  :)

Sigurborgu þótti það ekki verra að hafa bæði stórusystkinin og stóru frænku með á myndunum :)

blóm fyrir afmælisbarn dagsins

Oliver valdi blóm fyrir áfmælisbarn dagsins ;) alveg með það á tæru hvaða blóm ættu heima í vendi fyrir afa
Oliver valdi blóm fyrir afmælisbarn dagsins;)

Pabbi fagnaði afmæli í dag – húrra fyrir því :D

Á leiðinni til þeirra stoppuðum við Oliver í blómabúð og græjuðum 1 stk blómvönd fyrir afmælisbarnið. Eða Oliver sá um það.

Hann var alveg með það á tæru að hann vildi eitt svona blóm, eitt svona og svona og endaði í 5 mismunandi blómum ásamt nokkrum grænum stráum.

Efnilegur blómaskreytir þarna á ferð :)

 

litli frændi

Flottastir #Kaldalstrákar #Ollinnminn #frændur #systkinasynir
Systkinasynir <3

LOKSINS! kom að því, við fengum loksins að hitta hann litla frænda úr Danaveldi. Fjölskyldan kom seinnipartinn í gær og við skelltum okkur í síðbúna afmælispizzaveislu til Ingibjargar og fengum að hitta og knúsa litla bróður í leiðinni.

Stóru strákarnir voru afskaplega stoltir af þessu litla krútti og tóku sig til með allskonar tilraunir á frænda sínum. Sjá við hverju hann myndi bregðast og svo frv.

Eins gott að litli frændi er með eindæmum rólegur og geðgóður því hann var miiikið skoðaður og mátaður af öllum stóru frændsystkinunum :)

Páskabingó

Ásuskott sú eina sem kom heim með egg en ekki fyeie BINGÓ heldur brandaraupplestur 🤔#Kaldal #Ásuskottiðmitt #Skottuborginmín #Ollinnminn #SFR #BINGÓ
systkinin í Páskabingói SFR

Við skelltum okkur í páskabingó í dag hjá SFR á Grettisgötunni. Fullllt út úr dyrum og spjöldin seldust upp!

Við náðum nú engu bingói en litlu munaði að Sigurborg næði vinningi í standandi Bingói en hún (Olli) var næst síðust til að setjast.

Ása Júlía skráði sig til leiks í brandaraupplestri og var svo heppin að vera ein af 8 til að vera dregin út og las hátt og skírt brandara fyrir okkur hin. Fyrir þátttökuna fékk hún egg frá Nóa nr 3 – ekkert lítið sátt við það daman :)

Við fórum líka fyrir viku og þá í bingó til styrktar Meistaraflokki kvenna í Körfu hjá ÍR – þar fékk Olli bingó og vann bók, origami fuglastreng, gjafabréf í SkyPark og gjafabréf á Krispy Kream. Ása fékk líka Bingó en var svo óheppin að annar krakki fékk samtímis bingó og sá dró hærra spil og fékk því aðal vinninginn en Ása fékk 2 gafamiða, annan á Krispy Kream en hinn á Dunkin Donuts.