• daglegt röfl,  ferðalög,  fjölskyldan,  myndir

  Dagsferð

  Við drifum okkur af stað í smá bíltúr í gærmorgun. Reyna að nýta þessar helgar fram að sumarfríi aðeins og láta ekki allan frítíma fara í múrviðgerðir og önnur eins skemmtilegheit! Förinni var heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þjórsárdalinn og aðeins ofar 😉   Háifoss & Granni Við lögðum bílnum á bílastæðinu við Háafoss og gengum niður í gljúfrið til þess að dást að þeim félögum Háafossi og Granna. Stórfenglegt svæði og hreinlega varla hægt að segja að það sé nóg að fara “bara” frá bílastæðinu fyrir ofan foss. Hér til hliðar má sjá þá félaga, myndin tekin af göngustígnum fyrir ofan þá. myndirnar svo hér að neðan…

 • daglegt röfl

  facebookleikur

  Það er einhver leikur í gangi á facebook þar sem maður á að lista upp þau bæjarfélög sem maður hefur búið í. Fær mig til þess að hugsa út í þá fastheldni sem ég hef búið við. Hef bara búið á 2 stöðum með foreldrum mínum – við Leifur búið saman á 3 stöðum og ég á ekkert endilega von á að við færum okkur neitt fyrr en við erum orðin gömul og grá og nennum ekki þessum stigum lengur. Listinn minn lengist vissulega ef ég set inn þessi skipti sem ég bjó hjá Ástu frænku í ameríkunni 😉 þykir í dag óendanlega vænt um þá tíma. Minn listi er…

 • daglegt röfl,  ferðalög,  fjölskyldan,  heilsa,  myndir

  Fjölskyldubrölt

  Brölt dagsins var á Hengilssvæðinu, langleiðina inn í Marardal – klárum það einhverntiman í meira logni 😉 SÁ við það að gefast upp þegar við náðum að “gatnamótum” slóðanna upp að Skeggja og inn í Marardal enda hvasst og frekar kalt. Gangan í heild rúmir 6,5km og allir vel vindbarnir þegar við komumst í bílinn á ný.

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  heilsa,  myndir

  Kletturinn minn

  Síðustu mánuðir hafa verið skrítnir og erfitt að hafa ekki getað stutt þig 100%. En þessi kjarnakona hefur tekið þessu verkefni með því æðruleysi sem henni er einleikið. Að greinast með frumubreytingar í “saklausri blöðru sem hverfur á nokkrum vikum”* var bara verkefni sem hún fékk úthlutað í haust og að takast á við 2 aðgerðir á stuttum tíma og í kjölfarið geislameðferð í miðju COVID fárinu var bara það næsta sem gera þurfti í hennar huga <3 Þvílík fyrirmynd sem ég á! Það er ekkert lítið sem ég er fegin því að hafa getað fylgt henni í gegnum öll viðtölin við læknana, vera með henni í niðurstöðuviðtölunum áður en…

 • daglegt röfl,  ferðalög,  fjölskyldan

  Helgafell í Mosó

  Við skelltum okkur í göngu í dag á Helgafellið í Mosó. Gengum upp brattann sem snýr að Vesturlandsveginum og svo niður í nýja Helgafellshverfið. Oliver þaut upp á undan okkur og Ása fylgdi honum fast á eftir. Sigurborg hefði viljað fylgja en litla hjartað vill vita af okkur í nágrenninu svona á nýju svæði. Lognið var þónokkuð að flýta sér þarna uppi en algjört logn þegar við fórum að fikra okkur niður aftur og fundum við notalega laut til þess að slaka aðeins á og næra okkur örlítið. systkinin að leita uppi gestabókina Gestabókin fundin! Ása skrifar í gestabók Skrifað í gestabók gengið aftur frá Gestabókinnni Leifur smá vindur! Skottuborgin…

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  heilsa,  myndir

  Heiðmerkurhringur

  Í þessu COVID rugli erum við búin að vera svolítið innilokuð. Ég hef lítið farið út nema bara rétt í vinnu eða mögulega örferð í verslun þar sem tja það er víst ekki æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk sé á flandri skv yfirmönnum okkar 😛 Hvað um það við höfum nýtt þessa góðu vordaga í að skreppa út í göngutúra eins og sjá má á fyrri færslum. Í dag tókum við léttan göngutúr í Heiðmörkinni fallegu. Ása Júlía var öll í því að knúsa tré! já knúsa tré, veit ekki alveg hvaðan það kom en þetta var aðal sport dagsins 😉 töff nýting á trjástubbum álfahús ?

 • Bakstur,  daglegt röfl,  fjölskyldan,  heilsa,  myndir

  táningurinn

  Oliver okkar fagnar 13 árum í dag húrra Samviskusami orkuboltinn okkar sem átti þá einu ósk á þessum annars skrítna afmælisdegi að fá Folaldalund með Bernes og marengsköku með nóg af berjum. Við nýttum góðaveðrið í smá fjölskylduviðrun og gengum Búrfellsgjá með afmælisbarninu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  heilsa,  myndir

  Mosfell

  Við skelltum okkur í göngutúr með smá hækkun í vorveðrinu í dag 😛 Mosfell varð fyrir valinu. Krakkarnir eiga ekki í neinum vandræðum með að rölta þangað upp <3 enda frekar létt ganga, dálítið brött í upphafi en svo bara ljúfmeti og útsýni. Við reyndar lentum í smá bleytu uppi á toppnum þar sem var bara hálfgert dý rétt fyrir utan stíginn (reyndar á stígnum líka sumstaðar) en ekkert sem stöðvaði för. með útsýni yfir allt best í heimi að hvíla sig í mosanum þarna eru þau í essinu sínu að gera stíflur eins og pabbi 😉 on top of the world on top of the world on top of…