• annáll

  Annáll

  Það er svolítið skrítin tilhugsun að annállinn í fyrra hafi ekki verið ritaður… Þó var ágætis ástæða fyrir því enda lokapróf hjá Dagnýju og svo skyndileg veikindi Magga pabba/afa sem lituðu annsi mikið desembermánuð, allt fór þó vel og fengum við hann heim á gamlársdag. En ætlunin er nú ekki að fara yfir árið 2020 heldur 2021 😉 Janúar Skólar hófust á ný hjá 80% fjölskyldunnar… enda bara Leifur sem er ekki í skóla þessa mánuðina 😉 Krakkarnir fengu að halda áfram að synda og eru alsæl að komast á æfingar og Oliver í undirbúningi fyrir ferminguna í vor. Gréta litla var skírð í Dómkirkjunni í lok janúar og var…

 • daglegt röfl,  myndir

  brasað á pallinum

  Ég er aðeins að brasa á pallinum og vonast eftir sæmilegu sumri. Keypti nokkrar kálplöntur til þess að hafa í potti hérna úti á palli og svo setti ég nokkrar út í garð hjá mömmu og pabba. Keypti reyndar líka hnúðkál til þess að setja þar… hlakka endalaust til að narta í það enda í miklu uppáhaldi hér á bæ (er heppin ef ég fæ að smakka stundum).

 • daglegt röfl,  myndir

  Fyrir utan

  Ég elska að horfa út um gluggann á stigapallinum hjá mömmu og pabba… óhætt að segja að maður sjái eitthvað nýtt í hvert sinn þó garðurinn sé “alltaf eins”. Pabbi er duglegur að nýta greinarnar sem falla til þegar tréin eru snyrt í tálgið sitt, þau rækta kartöflur á hverju sumri og í garðinum eru runnar sem fyllast af berjum á hverju ári. Garðurinn er gjöfull á fleira en minningar – finnst svo skrítið samt að hugsa til þess að í huga æskuvinar míns hafi þessi garður verið einskonar útópía þar sem hann sá fyrir sér að lífið væri öðruvísi en annarsstaðar – kannski er það bara afþví að fyrir…

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  myndir

  Björg

  Elska þennan bæ, þarf að vera duglegri að heimsækja hann ♡ Ekki bara á erfiðum dögum sem þessum ♡♡ Þeim fækkar stöðugt ættingjum mínum sem búa í þessu fallega bæjarstæði, ekki bara eftir því sem eldra fólkið kveður okkur heldur leitar það yngra nær borginni og því hafa heimsóknir orðið stopulli – þarf samt að gera eitthvað í því. Lofa krökkunum að kynnast bænum enda rætur mömmu þar líkt og rætur tengdapabba liggja í Hólminn.

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  Fjölskyldubrölt,  Göngutúr,  Hreyfing,  myndir

  útsýni

  Við kíktum í smá viðrun í dag upp á Vatnsendahæð, ekki frásögufærandi svosem en ég bara stóðst ekki að staldra við og dást að útsýninu bara steinsnar fyrir ofan húsið okkar. Á góðum degi sjáum við vel yfir borgina, meiraðsegja í dag sést langleiðina til mömmu og pabba í hinum enda borgarinnar þrátt fyrir þennan gráma. Verður áhugavert hvað verður um þennan stað þegar fram líður – virðast vera endalausar pælingar um þéttingu byggðar og frá því að við fluttum hafa nokkrar byggingar risið hérna Kópavogsmegin á hæðinni.

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  myndir

  Gréta

  Litla frænka Have Kaldal var skírð í dag í fallegri athöfn í Dómkirkjunni. Ég fékk krúttlegt símtal í gær þar sem ég fékk beiðni um að vera skírnarvottur hjá litlu dásemdinni sem var auðvitað ekki spurning, að sjálfsögðu yrði ég skírnarvottur. Grétu nafnið kemur frá föðurömmunni, Grete Have. Gréta litla var greinliega alveg fullkomnlega sátt við fallega nafnið sitt og var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Skírnarveislan var svo haldin í safnaðarheimili Dómkirkjunar og röltu allir saman þangað yfir eftir myndatöku og hamingjuóskir til Have Kaldal fjölskyldunnar 😉 Jón stóri bróðir skírnarbarnsins og Oliver minn eru afskaplega góðir vinir og var Jón ekki lengi að eigna sér Olla sinn…

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  myndir

  á hvað skal horfa?

  Stelpurnar eru afskaplega hrifnar af nýjum þáttum sem heita Cobra Kai og eru í raun sjálfstætt framhald af gömlu Karate Kid myndunum enda eru Daniel Larusso (upprunalegi karate kid) og Johnny Lawrence (vondi gæjinn) meðal aðal sögupersónanna í þáttunum. Við vorum að reyna að velja hvað ætti að horfa á og útkoman varð þessi