Besti bróðir

Besti bróðir
Oliver er rosalega duglegur að hjálpa til hérna heima, óskar m.a. eftir sumum verkum eins og að aðstoða systur sínar í “fótboltaskóna” – já ég setti “” þar sem Sigurborg Ásta á ekki fótboltaskó enþá en ef hún fær einhverju um það ráðið þá fær hún par fyrr en síðar.

Mér finnst alveg yndislegt að sjá hvað hann er dulegur og hann fær líka að heyra það oftar en ekki hversu þakklát við erum að eiga svona duglegan strák. Hann er alveg einstakur og minnir mig að mörguleiti á afa minn og nafna sinn. Sá var svona rólegur og yfirvegaður einstaklingur sem fór ekki mikið fyrir en lúmskt stríðinn og fróður um svo margt. Oliver er eins og svampur um það sem hann hefur áhuga á – drekkur í sig allskonar fróðleik eins og hann fái borgað fyrir það.

 

leirnámskeið

Þessi krúttkall er að bíða eftir að komast í brennslu… þarf að þorna í viku með félögum sínum áður en hann kemst í fyrstu heimsókn í ofninn.

SFR er með fullt af stórskemmtilegum námskeiðum í gangi sem kallast “Gott að vita” og fór ég á eitt slíkt í kvöld til hennar Helgu í Studio os. Ekkert smá skemmtilegt kvöld og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og læra eitthvað nýtt, ég hefði seint gert mér grein fyrir öllum mismunandi vinnsluaðferðunum sem eru í gangi með leir, þróunin er líka ótrúleg :)

Ég bjó til 2 svona krúttkalla sem ég bað hana Helgu um að gefa Eyjafjallahatta en það er leir sem kom með hrauninu eftir gosið í Eyjafjöllum, rosalega fallega svarbrúnt og gaman að eiga svona Íslenskan leir. Einnig gerði ég heiðarlega tilraun til þess að gera bolla á svona snúningsdisk og OMG það er bara fáránlega erfitt að halda þessu í þeirri lögun sem maður vill og það sem er erfiðast er að leirinn man allt! þó svo að maður nái að laga einhverja smá”dæld” þá gæti hún komið fram í þurrki eða brennslu seinna á ferlinu. Ég bjó líka til skál í forsteypt gipsmót og einhverskonar bjöllu, verður áhugavert hvernig hún kemur út.

Nú er bara að bíða eftir að hlutirnir mínir komi úr meðhöndlun úr ofnunum hennar Helgu :)

Málimálimál

Málimálimál í ljósi þess að senn fær stiginn að mæta á svæðið er ekki seinna vænna en að skella eins og einni umferð af hrímhvítum á stigaholið.
mun auðveldara að mála án stigans ;)

Við stefum á að koma honum upp um næstu helgi… amk fyrri hlutanum, vonandi verður seinni hlutinn ekki langt undan ;)

Verð að viðurkenna að ég er orðin pínuponsulítið þreytt á endalausu framkvæmdasvæði hérna heima. Stöðugar tilfærslur og kassar út um allt sem er farið að þreyta liðið hérna.

prjón: vettlingar og heilgalli

Prjónað barn ♡ #prjonafjelagid #bróðirminnljónshjarta #galdrakarlinníoz #baunagrasið #leikskólaföt #Spuni #ístex #sandnesgarn #smart #knitters #knittingforkids #knittersofinstagram
Prjónað barn ♡ #prjonafjelagid #bróðirminnljónshjarta #galdrakarlinníoz #baunagrasið #leikskólaföt #Spuni #ístex #sandnesgarn #smart #knitters #knittingforkids #knittersofinstagram

Sigurborg Ásta er hægt og rólega að vaxa upp úr mörgum af hlýrri fötunum sínum… Ákvað að skella í nýjan heilgalla handa henni til að vera í undir pollagallanum í vor og haust.

Fyrir valinu varð uppskriftin að gallanum Galdrakarlinn í Oz eftir Evu Mjöll úr bókinni Leikskólaföt sem kom út í fyrra. Langaði reyndar ekki að nota bekkinn sem er þar og nennti eiginlega ekki að leita langt yfir skammt þannig að úr varð að ég tók bekkinn úr peysunni Bróðir minn Ljónshjarta einnig eftir Evu Mjöll og úr sömu bók, Leikskólaföt. 

Ég er mjög ánægð með útkomuna, prufaði í leiðinni nýja garnið frá ÍSTEX sem heitir Spuni og er merinóull í grófleika sem passar við Létt lopann. Hlakka til að sjá hvernig það kemur út í notkun.

Gallinn er full stór á skottuna enda hún smá eftir aldri og ég prjónaði gallan vísvitandi í stærð 3-4 ára. Hann endist bara lengur ;)

Vettlingarnir á myndinni eru einnig úr bókinni Leikskólaföt og kallast Baunagrasið og er uppskriftin eftir Sigurlaugu Elínu. Var í hálfgerðu missioni síðustu daga að nýta afgangsgarn þannig að úr varð að ég notaði afganga af Smart og Spuna í þessa vettlinga.  Komu bara vel út, eru þykkir og hlýir þar sem þeir eru 3litir í belgnum og Sigurborg Ásta er ofsalega hrifin af þeim sem skiptir eiginlega mestu máli þar sem hún þarf að nota þá ;)

Posted by Intagrate Lite

Þessi blessuðu börn ♡ #öskudagur

Þessi blessuðu börn ♡ #öskudagur
Beini, Dóta Læknir og Galdraskólastelpan tilbúin í daginn;)

Oliver dreif sig af stað í sönggleði fyrir kl 17 ásamt Sölva vini sínum, við Ása Júlía röltum af stað í leit að vinkonum hennar sem fundust á endanum :) bæði komu þau heim með fulla poka af sælgæti og öðru góðgæti alsæl með daginn. Sigurborg Ásta fékk kósíheit heima með pabba á meðan enda hrikalega kalt úti, eiginlega of kalt til þess að vera úti. Ég var amk mjög fegin því að hafa skikkað krakkana til þess að klæða sig almennilega þar sem ég mætti fullt af illaklæddum krökkum úti sem voru að krókna úr kulda.

Öskudagurinn var samt yndislegur :)