• daglegt röfl,  Matseld,  myndir

  Ef ekki núna þá hvenær?

  Í garðinum hjá Ástu frænku í Texas óx pekanhnetutré. Veit ekki hvort það er þar enn <3 Ásta kom iðulega heim með stóra ziplock poka fulla af kjarnhreinsuðum pekanhnetum og ég náði mér í smá skammt í frystinn hjá mömmu fyrir einhverju síðan. En eftir að Ásta frænka dó þá hef ég einhvernvegin varla týmt því að nota þessar hnetur… finnst þær á einhvern hátt dýrmætari en þær sem keyptar eru í búð. Kannski er það vegna þess að við Ásta áttum skemmtilegan vin sem bjó í tréinu hennar, hann heimsótti okkur reglulega á eldhúsgluggann þegar ég bjó hjá þeim Sam ’99. Lítill sætur íkorni sem kom og tékkaði á…

 • daglegt röfl,  myndir

  Jarðaberjaplöntur í sumar

  Ég er búin að vera að taka myndir öðru hvoru í sumar af jarðaberjaplöntunum mínum, þær komu svo ótrúlega flottar undan vetri. 9 maí 9. maí Þessar eru aldeilis að koma flottar undan vetri 🥰  30 maí Þær eru heldur betur að taka við sér í góða maí veðrinu.  Verður áhugavert að sjá hvernig framvindan verður <3   1 júní Það er ekkert lát á blómaframleiðslunni – þetta verður eitthvað 3 júní einn til! 9 júní ó mæ ég sé einn knúmpinn byrja að springa út.  og plönturnar komnar á fullt líka að reyna að fjölga sér!  Þar sem við erum á leið í framkvæmdir hérna megin við húsið er…

 • daglegt röfl,  fjölskyldan,  myndir

  Nesti

  Oliver er frekar fyndinn einstaklingur. Allt frá því að hann var bara smá pjakkur, ný farinn að labba, þá var hann þegar farinn að uppgötva þá gullmola sem garðurinn hjá foreldrum mínum hefur upp á að bjóða. Rifsber, sólber, stikkilsber, jarðaber, rabarbara og ef við erum í stuði að vori þá leynast þar líka gulrætur og annað góðgæti. Hann byrjar að stelast í berin um leið og þau fara að myndast á trjánum, skiptir engu þó þau séu gallsúr og hörð… hann stelst í þau og nýtur sín til hins ýtrasta. og auðvitað er ekki til í dæminu að fara án þess að næla sér í smá nesti 😉

 • daglegt röfl,  ferðalög,  fjölskyldan,  myndir

  Eiðar 2020

  Við erum búin að eiga yndislega viku að Eiðum rétt fyrir utan Egilsstaði. Brölluðum ýmislegt á þessari viku, fórum meðal annars í göngu upp að Fardagafossi á afmælisdaginn minn.  Oliver gerði nær daglega tilraun til þess að draga eitthvað upp úr Eiðavatni en því miður þá var það eina sem hann veiddi spúna frá öðrum sem gert höfðu sömu tilraunir áður. Keyrðum á Borgarfjörð Eystri þar sem við gerðum örtilraun til þess að kíkja á nokkra Lunda en þeir fáu sem voru eftir voru ekki alveg til í það að láta sjá sig. Toppurinn held ég samt að hafi verið gangan að Stuðlagili – þvílík fegurð! Dáleidd að undrum náttúrunnar! Verðlaunuðum okkur…