17.júní hefðin

Er auðvitað að keyra með Garðari frænda og Magga afa niður Laugarveginn ásamt hinum í Krúser ;)

Í ár var þó ein breyting og hún er sú að ekki var keyrt um með toppinn niðri eins og undanfarin ár þar sem einhver bilun er í mótornum, það kom þó ekki að sök og fólk að hluta til fengið þar sem helli selja var hluta af rústunum en krökkunum fannst þetta alls ekki leiðinlegt.

Oliver tók svo að sér hlutverk sérlegs yfirþurrkara og var snöggur í gang með apaskinnið að þurrka bílinn þegar það stytti upp :)

Ræktun

Í lok apríl byrjun maí vildi Olli endilega sá fyrir “einhverju” helst sem væri ávöxt… sterkum ávexti..  var þá eitthvað fleira en vilji chilli í boði? Jújú margar eru tegundirnar af chilli til en chilli varð fyrir valinu. Við byrjuðum á að setja ca 6 fræ í rætunarkassa sem ég átti til og alltof seint færði ég þær svo yfir í blómpotta og staðan er núna svona eins og á myndinni hér að ofan.

Fyrir mömmu ♡

Mamma átti afmæli 2.júní sl. en þar sem elsta barnabarnið var ekki í bænum þá vildi hún fresta afmælinu sínu þar til allir kæmust ;) segiði svo að hann sé ekki dekurrófa!

Ég fann svo fallegan vönd í Garðheimum með fullkomnum rósum sem ég bara varð að færa henni <3

Fyrir mömmu ♡

tíminn líður

og börnin eldast en ekki við foreldrarnir :P

Ása Júlía var að klára sinn annan vetur í Seljaskóla og Oliver sinn fjórða. Þeim gengur báðum vel í skólanum og eiga hvort sinn vinahóp þar.

Þessir snillingar kláruðu 2 og 4 bekk í dag :)

Sumarið framundan með tilheyrandi námskeiðum þar til við hin komumst í frí með þeim sem verður í lok mánaðarins og í júlí.

Ása Júlía ætlar að draga okkur norður í land á fótboltamót nú í júní og Oliver til Eyja á Pollamótið :)

1 stk kartöflugarður græjaður í Birtingaholti í dag

Hjálpuðum mömmu og pabba að græja kartöflugarðinn fyrir sumarið í dag, hefðum viljað græja þetta fyrr en það er ekki alltaf hægt ;)

Tókum vel á og hreinsuðum slatta af óvelkomnu grasi og fíflum í leiðinni sem eru að reyna að yfirtaka meira og meira pláss.

Mamma ætlar svo að pota niður kartöflum og einhverjum fræjum síðar í vikunni.Allir að hjálpast að ♡ #allmine

Vinnumaðurinn minn ♡

"Mamma, sjáðu ég er með orm" (ekki séð að fá hana til þess að halda á honum samt)1 stk kartöflugarður græjaður fyrir ma&pa í Birtingaholti í dag

Stóðst svo ekki mátið að smella mynd af þessum – þetta er bara örlítið brot af rifsberjarunnunum hjá þeim – verður forvitinlegt að sjá hvað kemur út úr þessu í haust :D
Verður spennandi að sjá hvort þetta muni allt ná sér á strik í sumar... #rifsber

Ossabæjarheimsókn

Þegar tengdó sögðu okkur frá því að þau myndu eyða viku í Ossabæ í maí vorum við ekki lengi að kanna hvort það væri smuga á að kíkja til þeirra yfir helgina :)

Krakkarnir elska að eyða tíma í ævintýraskóginum í kringum bústaðinn og í pottinum – þarf ég að minnast á að þeim leiðist auðvitað ekki að fá ömmu og afa knús ;)

Við semsagt drifum okkur af stað í gærmorgun eða við og stelpurnar, Olli hafði fengið far með Gunnari og strákunum á föstudag.

Áttum yndislega daga í sveitinni í rjómablíðu.Stóra Skotta
Aparólustelpa ♡
Hoppuskotta ♡