Ég var að uppfæra landakortið mitt…það er ss búið að færast upp í heil 4% þau lönd sem ég hef heimsótt *hehe* þetta er dáldið rugl en samt svolítið gaman að geta séð svona hvaða lönd maður hefur heimsótt… og líka hvaða fylki í usa Það væri reyndar voða gaman að geta fyllt enn meira…
Day: November 14, 2004
jólagjafir ?
Ég er farin að fá eina spurningu annsi oft upp á síðkastið… og það er alltaf sama svarið… sp:Hvað viltu í jólagjöf ?ég:uhh ég veit það ekki Málið er reyndar að það sem mig langar að eignast er nokkuð sem ég þarf sjálf að hafa fyrir… glætan að ég fari að biðja einhvern um íbúð…
framköllun part III
jæja, ég er búin að fara í gegnum myndir síðustu ára… eða síðan við eignuðumst digital myndavélina. Ég er með rúmlega 150 myndir, Leifur 70 og ma&pa með rest af 251 mynd… ef ma&pa hefðu haft meiri tíma til þess að fara í gegnum allar sínar myndir þá held ég að þeirra hlutur hefði orðið…