Bíltúr á Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð var plan dagsins. Ákváðum að heimsækja útibú Hnits á Austurlandi 😉 aka vinnubúðir Hnit við Norðfjarðargöngin sem staðsett eru á Eskifirði. Við vorum svo heppin að þar voru staðsettir 3 samstarfsmenn Leifs og fengum við súper sýnisferð um nýju Norðfjarðargöngin sem heillaði Leif ekki minna en Oliver og Ásu…