Við ákváðum að skreppa í bíltúr í Landssveitina á laugardeginum og eftir smá spjall við Geðbótaríbúa breyttist þetta í helgarferð 😉 Áttum alveg dásamlegan tíma í snilldar veðri með vinafólki okkar og þeirra afleggjurum þar sem potturinn var velnýttur, trampolínið var úthoppað, grasið traðkað af litlum táslum á eftir bolta, sögur sagðar og frábær matur…