Við skelltum okkur í bíltúr upp á Kárahnjúka í dag. Við höfum ekki farið þangað síðan Leifur kláraði síðasta úthaldið sitt þarna. Tja og ég og Olli síðan hann var 3 mánaða en þá fórum við mæðginin í bíltúr austur. Krökkunum fannst það alveg stórmerkilegt að pabbi þeirra hefði unnið við gerð þessarar stíflu líka…