Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Reyðarfjörður, Eskifjörður & Norðfjörður! – Ferðasaga partur 3

Posted on 11/07/201630/07/2016 by Dagný Ásta

Bíltúr á Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð var plan dagsins. Ákváðum að heimsækja útibú Hnits á Austurlandi 😉 aka vinnubúðir Hnit við Norðfjarðargöngin sem staðsett eru á Eskifirði. Við vorum svo heppin að þar voru staðsettir 3 samstarfsmenn Leifs og fengum við súper sýnisferð um nýju Norðfjarðargöngin sem heillaði Leif ekki minna en Oliver og Ásu Júlíu. Ófeigur fór með okkur í þennan bíltúr og sýndi krökkunum m.a. það sem þeim fannst einna tilkomumesta móment ferðarinnar… þegar þau fengu að kynnast allsherjarmyrkvun þar sem ekki var nokkur séns á að aðlagast myrkrinu þar sem það var ekki ein einasta ljóstýra til staðar þegar búið var að drepa á bílnum.

Yndislega fiðrildið #Kaldalsumarfrí2016
Yndislega fiðrildið

Eftir þennan tilkomumikla rúnt skoðuðum við líka vistarverur Hnitaranna í húsinu þeirra á Eskifirði.

Þegar við vorum búin að kveðja Hnitarana og þakka Ófeigi fyrir sýnisferðina fórum við yfir á Norðfjörð og fórum í þetta sinn í gegnum Oddskarðsgöngin 😉

Þvílíkur munur sem nýju göngin verða fyrir Norðfirðingana. Veit ekki með tímastyttinguna en veðurfarslega þá verður þetta rosaleg breyting.

 

Olli, Ása Júlía og Sigurborg Ásta gefa þessum rennibrautum 9.5 af 10 (laugin hefði mátt vera 5°c heitari)Skelltum okkur í sund á Eskifirði áður en við héldum heimleiðis.

Krökkunum fannst æðislegt að komast í 3 rennibrautir og voru æst í að fara eins margar ferðir og þau gátu. Reyndar var nauðsynlegt fyrir þau að hlaupa reglulega heitapottinn inn á milli, ekki til þess að láta vita af sé heldur til þess að hlýja sér þar sem laugin við rennibrautirnar var svo hræðilega köld!! við Leifur áttum ekki séns á að vera með þem þarna þar sem við hefðum gjörsamlega frosið. Ég lét mig þó hafa það að fara þarna nokkrum sinnum til þess að taka á móti Sigurborgu Ástu þegar hún fékk að fara salibunur með Olla.

Fyrir utan þessa staðreynd og reyndar líka skringilega lögun heitu pottanna (vaðlaugin var snilld samt) þá var þetta ágætis laug og krakkarnir ánægðir með rennibrautirnar.

Eftir sundsprett í sundlaug Eskifjarðar, ævintýraleganbíltúr um nýju Norðfjarðargöngin þar sem börnin kynntust allsherjar myrkvun í boði @offiof, rúnt um Neskaupsstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð skal haldið til baka í bústaðinn #Kaldalsumarfrí2016
Eftir sundsprett í sundlaug Eskifjarðar, ævintýraleganbíltúr um nýju Norðfjarðargöngin þar sem börnin kynntust allsherjar myrkvun í boði @offiof, rúnt um Neskaupsstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð skal haldið til baka í bústaðinn #Kaldalsumarfrí2016

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme