þetta og hitt… allt í gangi þessa dagana *úff* ég yrði ekki hissa á því ef það myndi hreinlega slökkna á mér þegar ég kem heim á eftir. ég gæti hæglega nýtt mér minn undraverða hæfileika… verst að ég á að mæta á tónleika kl 9 í kvöld :o)
Day: June 16, 2004
langur erfiður dagur
gærdagurinn var erfiður, alveg ótrúlega erfiður… Ég fór semsagt ásamt nokkrum af æskuvinunum að kveðja Gumma Kalla, það var skrítið að sjá svona marga af gömlu skólafélögunum þarna.. Ekki misskilja mig mér þótti gaman að sjá þá alla bara leiðinlegar aðstæður til þess að hitta á gaurana. Athöfnin var rosalega falleg og einhvernvegin vissi ég…