þið sem voruð búin að heyra hugmyndina um að fara í kveðjuútilegu þessa helgi þá ákváðum við um helgina að sleppa því en hinsvegar má sami hópur (plús fleiri sem eiga eftir að fá boð um það 😉 ) taka frá laugardagskvöldið 13 ágúst 😉
Day: August 2, 2005
iTrip
Skúli kom heim frá ammeríkunni á sunnudaginn og var þar með í för iTrip á iPodinn minn *veij* og LS fékk sinn iPod, einnig Inga & Sigurborg þannig að ég held barasta að það séu flestir orðnir iPodvæddir í kringum mann.. sniðugt.. eyddum þ.a.l. mest öllu sunnudagskvöldinu í að setja upp iPoda 🙂 bara húmor…
Verslunarmannahelgarstúss
yndisleg helgi að baki.. Þórsmörk var bara kósí. – tjölduðum í Básum, inn í miðju rjóðri.. tjaldið mitt týndist eignlega í náttúrunni.. féll svo vel inn í allt saman, bara yndislegt. – gengum yfir í Langadal á laugardeginum, tókum eftir bíl sem virtist eiga í vandræðum í Hvanná, LS tók á sprett og lét vita…