Við fórum með Oliver á Norðurálsmótið um helgina. Skelltum okkur upp á Skaga á fimmtudagskvöldi, hentum upp tjaldi í tjaldbúðunum og kynntumst aðeins þeim foreldrum sem voru mættir. Oliver átti svo að mæta í Fjölbrautaskólann á föstudagsmorgninum til að hitta liðsfélagana og koma sér fyrir þar sem hann gisti þar ásamt flestum af guttunum úr…