Ég virðist afskaplega áhrifagjörn þegar ég sé myndir af fallegum peysum á þessum prjónahópum á Facebook… *hóst* síðast var það Haustboðinn og nú er það þessi litla sæta ungbarnapeysa af vef Femina. Ég verð að viðurkenna að þetta var í fyrsta sinn sem ég fer eftir danskri uppskrift og var google Translate ágætis vinur minn…