Ég á rosalega erfitt með að trúa því að fyrir ári síðan hafi ég verið mjög svo upptekin allan daginn við það að koma litla sæta guttanum mínum í heiminn… Það er sumsé komið ár, heilt ár frá því að ég varð mamma! og Leifur varð pabbi! Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt og að skoða myndirnar af Oliver sem voru teknar þarna fyrstu dagana þá finnst manni það eiginlega hafa bara verið í gær. og svona fyrst að gærdagurinn er nefndur þá held ég að við höfum náð að standa okkur algerlega með prýði þegar við héldum upp á fyrsta…