Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

ár

Posted on 02/05/200802/05/2008 by Dagný Ásta

Ég á rosalega erfitt með að trúa því að fyrir ári síðan hafi ég verið mjög svo upptekin allan daginn við það að koma litla sæta guttanum mínum í heiminn…

Það er sumsé komið ár, heilt ár frá því að ég varð mamma! og Leifur varð pabbi!

Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt og að skoða myndirnar af Oliver sem voru teknar þarna fyrstu dagana þá finnst manni það eiginlega hafa bara verið í gær.

og svona fyrst að gærdagurinn er nefndur þá held ég að við höfum náð að standa okkur algerlega með prýði þegar við héldum upp á fyrsta afmælið hans Olivers 🙂 Við semsagt buðum nánustu ættingjum og vinum okkar í afmæli hérna í H14. Okkur þykir rosalega vænt um hversu margir sáu sér fært að mæta 🙂 Oliver greyjið var alveg ringlaður og vissi varla hvað var að gerast en sem betur fer á hann flotta og reynslumeiri eldri frændur sem sáu um að hjálpa honum að m.a. blása á kertið 😉 ( Hrafn Ingi & Arnar Gauti báðir nýlega búnir að eiga 2 ára afmæli 😉 ) og svo bættist Brynjar Óli við og allir 3 svakalega hissa á því að afmælisbarnið hefði svona lítinn áhuga á öllum pökkunum sem stóðu óopnaðir á borðinu 😉

En dagurinn var yndislegur og takk kærlega fyrir komuna þið öll! og takk fyrir strákinn 🙂

6 thoughts on “ár”

  1. Sigurborg says:
    02/05/2008 at 16:51

    Takk kærlega fyrir mig, þetta var engin smá veisla ! :oD Mér sýndist Oliver bara skemmta sé konunglega :o)

  2. Ásta Lóa says:
    03/05/2008 at 01:37

    Til hamingju Dagný min með litla kút. Það má nú segja hvað tíminn líður hratt. Allt í einu er komið ár. Magnað….

  3. Elsa says:
    03/05/2008 at 19:35

    Til hamingju með gaurinn þinn!
    Þú ert rík að eiga svona flottan herramann 😀

  4. LáraH. says:
    04/05/2008 at 02:05

    Til Lukku Með Drenginn Krakkar 🙂

  5. Eva says:
    05/05/2008 at 02:19

    Til hamingju með daginn 😉 og takk fyrir okkur.
    Já það er ótrúlegt að það sé bara liðið ár – en á sama tíma þá er eins og hann hafi alltaf verið :Þ

    Já þetta er sko fljótt að líða 🙂

  6. Linda says:
    06/05/2008 at 12:37

    Til hamingju með guttann 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme