Bananalöngun Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Ég var að setja inn nokkrar nýjar myndir inn á myndasvæðið okkar frá því á sumardaginn fyrsta en þá fórum við litla familían í bíltúr til Hveragerðis og skoðuðum Garðyrkjuskólann. Ég er einhvernvegin þannig innstillt að mér finnst það að fara í Garðyrkjuskólann vera partur af því…
Month: April 2008
Oliver, hvað segja skórnir ???
skórnir segja *wrraaaaaaaaarrrrrr*
þungur haus
þungur haus stíflað nef biluð rödd Djö er gaman að vera svona, get ekki einusinni sinnt litla guttanum mínum og þarf að senda hann í pössun á frídegi! æ fíl læk sheit. ehem já pabbinn þarf að vinna & ætlar að hjálpa Sverri og Iðunni að flytja á eftir þ.a.l. getur hann ekki verið með guttann. Skemmtilegt!…
óhuggnarleg tilhugsun…
það er ferlega óhuggnarleg tilhugsun að leikskólinn sé tiltölulega nálægt Vejledalnum… mér hefði eiginlega þótt það enn óhuggnarlegra ef þetta hefði verið leikskólinn sem var við Parcelvej beint á móti strætóstoppustöðinni okkar. Þetta er ömurlegt mál í alla staði. Ég held að við höfum til samans 3x séð löggubíl í nágrenni Vejledal og í 1 skiptið var það bara til þess að fylgja einhverjum fansí bíl frá Næsseslot, í…
myndastúss
það getur verið ferlega gaman að sjá hvernig hlutirnir breytast og hversu hratt það gerist… Leifur sáði fyrir nokkrum kryddjurtum um daginn og afraksturinn er að koma í ljós í sumum pottum – aðrir eru bara í dvala… eða við með allt annað en græna fingur. svona leit þetta úr 8.apríl og svona 10. apríl…
Planleggingar
Ég er að plana og plotta – svaka gaman *eheh* Er búin að panta frí 2 maí! fá langa og notalega afmælishelgi með stubbnum mínum… trúi því varla að það séu eiginlega bara nokkrir dagar í fyrsta afmælisdaginn hans. Ég er líka búin að fá frí síðustu vikuna í maí þannig að ég get eytt…
humm
Þetta var nú meira ruglið í morgun – að þurfa að moka af bílnum :hmm: Þegar Leifur sagði við mig í gærkvöldi að það væri allt orðið hvítt bjóst ég nú engan vegin við þessu! Hélt að það væri bara snjóföl úti.
Loksins…
er þessu myndbirtingarmáli vonandi að ljúka. Er búin að vera í svolítið stopulu e-mailsambandi við greinarhöfund og í dag komumst við loksins að sameiginlegri niðurstöðu. Ég vona bara innilega að þessu sé að ljúka!! enda kominn tími til. Myndbirtingin var í lok febrúar for kræing át lád!