Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Planleggingar

Posted on 14/04/2008 by Dagný Ásta

Ég er að plana og plotta – svaka gaman *eheh*
Er búin að panta frí 2 maí! fá langa og notalega afmælishelgi með stubbnum mínum… trúi því varla að það séu eiginlega bara nokkrir dagar í fyrsta afmælisdaginn hans.
Ég er líka búin að fá frí síðustu vikuna í maí þannig að ég get eytt tíma með frænkum mínum sem eru að koma til landsins – vonandi get ég gert eitthvað sniðugt með Ashley þar sem hún hefur aldrei komið til Íslands. Við erum jú búin að plana að reyna að komast eitthvað í nánd við jökul 😉 eitthvað sem er pottþétt ekki til í Texas 😉

Þetta með fríið í kringum afmælið hans Olivers minnir mig reyndar á að ég þarf að fara að huga að einhverri djúsí köku sem hann getur borðað *hausíbleyti* engin mjólk, ekki smjör 😉 þetta er nú einusinni afmælisdagurinn hans 😀 hann verður að fá köku!

2 thoughts on “Planleggingar”

  1. Setta frænka says:
    16/04/2008 at 13:40

    Hann verður glaður með frostpinna, litli kallinn. Það erum við foreldrarnir sem viljum gera allt fyrir börnin en gleymum því að við sjálf og enginn sem við þekkjum muna eftir fyrstu afmælisdögunum okkar. Hver er fyrsti afmælisdagurinn þinn sem þú mannst eftir hjá sjálfri þér ? Ég man ekki eftir mjög mörgum enda að verða svo gömul 😉
    Ég er viss um að þú finnur góða kökuuppskrift annars á ég vinkonu sem lifir og hrærist í svona sérstökum mat á leikskólum og ég get talað við hana ef þú vilt og hún lumar örugglega á einhverju gúmmelaði fyrir stubbinn.
    Kv.

  2. Dagný Ásta says:
    16/04/2008 at 18:23

    takk fyrir þetta Setta 😉
    ég á nokkrar uppskriftir sem uppfylla þessi skilyrði þarf bara að finna þær 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme