mér skilst að ég sé hálfgerð grasekkja þessa helgina… eða er ég það kannski bara ? Allavegana Karlinn fór með félögum sínum norður í land að steggja einn úr hópnum… Mér skilst að þeir hafi allir fengið sérmerkta Hensongallum og séu á leið á Landsmótið í Skagafirði, þannig að málið er bara að fylgjast með…
Day: July 9, 2004
ég þekki þessa rödd…
það kom hingað maður í gær sem mér fannst alveg rosalega skrítið að tala við… maðurinn er með dáldið sérstaka rödd og ég held ég sé ekkert sú eina sem þekki hann bara úr sjónvarps/útvarpstækjum, sennilegast þessvegna sem mér fannst alveg ferlega skrítið að tala við hann “face2face” eða eins og Eva Hlín segjir FasetúFase….
Mean Girls
ég fór semsagt í bíó í gærkveldi ásamt Iðunni, Heiðu, Hafsteinu og vinkonu hennar :o) sáum hina stórkostlegu unglingamynd MEAN GIRLS… omg ég held að meðal aldurinn í salnum hafi verið um það bil 14 ár… reyndar voru slatti af mæðrum þarna með dætrum sínum, ekta svona gera góðan dag með dótturinni tími… enda kostaði…