Við kíktum aðeins niðrá Granda í dag á Hátíð Hafsins… krakkarnir skemmtu sér vel – þó sérstaklega Sigurborg og Oliver, Ása var mjöööög áhyggjufull yfir því að í kerjunum leyndust dauðir hákarlar…
Month: June 2016
6.flokksgleði
Foreldraráðið í flokknum hans Olla í fótboltanum var með smá gleði fyrir strákana (og systkinin) í dag. Loftboltar! en foreldrar eins í hópnum (sem er reyndar líka bekkjarbróðir Olla) eiga þetta batterí. Krakkarnir skemmtu sér stórkostlega vel 🙂 Sigurborgu fannst voða sport að rúlla nokkra hringi inni í einum. Ása Júlía skoppaði þarna um líka…
😎
Ég er ekkert ósátt við að byrja vinnudaginnn svona… og þó það væri betra að vera bara í fríi 😉 Það er alveg óhætt að segja að þetta hafi verið fyrsti alvöru sumardagurinn í dag, allir hálf berir og að striplast um borgina 😉 Oliver skellti sér á fótboltaæfingu í stuttbuxum og var að “kafna…
Helgin…
Við eyddum helginni að mestu úti í garði í Birtingaholtinu. Tókum kartöflugarðinn og stungum hann upp og undirbjuggum fyrir ræktun sumarsins. Við reyndar eyddum heilmiklum tíma og pælingum í hvernig við gætum hjálpað m&p að endurheimta garðinn frá þessum blessuðu fíflum sem eru að reyna að yfirtaka moldina *dæs* Það er margt sem þarf að…