Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Helgin…

Posted on 01/06/201606/06/2016 by Dagný Ásta
Allir hjálpast að... #feðgin
Allir hjálpast að… #feðgin

Við eyddum helginni að mestu úti í garði í Birtingaholtinu. Tókum kartöflugarðinn og stungum hann upp og undirbjuggum fyrir ræktun sumarsins.

6 beð tilbúin fyrir sumarræktunina
6 beð tilbúin fyrir sumarræktunina

Við reyndar eyddum heilmiklum tíma og pælingum í hvernig við gætum hjálpað m&p að endurheimta garðinn frá þessum blessuðu fíflum sem eru að reyna að yfirtaka moldina *dæs* Það er margt sem þarf að gera fyrir garðinn allann svo hann njóti sín í réttri mynd. Fíflarnir eru stæðsta vandamálið en það er líka kominn tími á ýmislegt annað. En það er alltaf jafn gaman að sjá hversu gjöfull þessi garður er þegar vel er séð um hann 😉 Jarðaber, rifsber, sólber, stikkilsber, kartöflur, rabbabari og hvaða fræ sem/matjurtir okkur dettur í hug í það og það skiptið – þar eru auðvitað Gulrætur efstar á blaði 😉 Krakkarnir voru dugleg líka við að hjálpa okkur 🙂

Oliver tók þetta með trompi og þróaði sína eigin aðferð við að ná sem dýpstu stungunni (sem er reyndar klassík m.v. aldur  🙂 held að flestir krakkar taki svona stungur einhverntíman á garðyrkjubóndaferlinum).

alltaf gaman að raða saman myndum sem teknar voru með mjög stuttu millibili

Þessi var að versla í garðinn hjá ömmu og afa ;)Á sunnudeginum fórum við svo í að kaupa nokkrar forræktaðar matjurtir en mamma var búin að græja kartöflur, spínatfræ og gulrótarfræ.

Sigurborg Ásta valsaði um allt eins og herforingi með kerruna og skipaði systkinum sínum fyrir eins og hún hefði aldrei gert annað ef þau fóru eitthvað útfyrir rammann… hún er svolítið gjörn á þetta nefnilega 😉

Við hjálpuðumst svo öll að við að setja niður kartöflur, kálplöntur og fræ.

Nú er bara að bíða og sjá hvað sumarið gefur okkur 🙂

Litla vinnukonan að setja niður kartöflur ♡♡♡
Litla vinnukonan að setja niður kartöflur ♡♡♡

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme