Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

6.flokksgleði

Posted on 04/06/201607/06/2016 by siminn

wp-1465215316552.jpgwp-1465215497991.jpgwp-1465227004787.jpg

Foreldraráðið í flokknum hans Olla í fótboltanum var með smá gleði fyrir strákana (og systkinin) í dag. Loftboltar! en foreldrar eins í hópnum (sem er reyndar líka bekkjarbróðir Olla) eiga þetta batterí.

wp-1465215384791.jpg

Krakkarnir skemmtu sér stórkostlega vel 🙂

Sigurborgu fannst voða sport að rúlla nokkra hringi inni í einum. Ása Júlía skoppaði þarna um líka og Oliver spilaði fótbolta með guttunum og fór svo í boðhlaup – krakkar á móti foreldrum! og þar var Leifur með í liði foreldranna.
Ýmislegt var gert til þess að tefja foreldraliðið, þó sérstaklega af öðrum fullorðnum 😉

Pabbarnir tóku svo einn fótboltaleik sem gekk misvel en bara gaman hjá þeim öllum 🙂

 

 

 

Annars eru boltarnir hinar fínustu barnapíur… það er t.d. hægt að geyma börnin svona 🙂

wp-1465225097951.jpgOliver fannst þetta samt ekki alveg eins góð hugmynd til lengdar eins og mér… hann kvartaði samt lítið á meðan hann var fastur svona 😉 en þetta virkaði reyndar bara í smá stund eða þar til vinur hans kenndi honum hvernig maður á að losa sig úr svona klemmu *haha*wp-1465215299302.jpg

Eftir boltagleðina  var pylsupartý fyrir strákana og þá aðstandendur sem mættir voru.

Ásu Júlíu og Sigurborgu Ástu fannst það ekki leiðinlegt að græða pylsupartý!

Leifur skellti sér á grillið á meðan aðrir foreldrar sáu um að græja pylsur ofaní hópinn.

Hluti af strákunum tóku svo þátt í að leiða lið meistaraflokks inn á völlinn fyrir leik þeirra á móti KF.

ÍRingarnir unnu leikinn með glæsilegri markatölu 4-1 🙂

Stoltur ÍR-ingur leiðir markmann meistaraflokks inn á völlinn fyrir leik ÍR – KF
May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme