Það er ákveðinn húmor að fá svona bréf akkúrat þegar ég er í hnerrakasti vegna birki- og grasfrjókorna… En alveg sjálfsagt að vera með 🙂
Month: May 2016
Peysan Blær
Peysan Blær eftir Hlýnu varð fyrir valinu sem sumarpeysa Sigurborgar Ástu í ár. Ákvað að halda mig bara við uppgefið garn og útkoman varð nokkuð fljótprjónað eintak. Sigurborg Ásta er allavegana voða glöð með hana og heimtaði að fara í henni í leikskólann strax og tölurnar voru komnar í (ekki alveg til í það fyrr…
Ommnommnomm
Skil bara ekkert í því afhverju það er alltaf verið að segja manni að fara ekki svangur út í búð… stundum þegar það gerist þá dettur svona veisla á grillið 😉Þetta bragðaðist alveg dásamlega! við vorum reyndar að prufa að grilla aspas í fyrsta skiptið, fór reyndar extra varlega þar sem ég mátti til með…
fjölskyldurölt
Alltaf gaman hjá okkur í göngutúrum 😉
virðing
Það var eitthvað við það að sjá öll þessi hjól fyrir utan Hallgrímskirkju í dag þegar við kvöddum Rikka frænda. Virkilega falleg athöfn sem Lögreglumenn áttu stóran þátt í með Heiðursverði, söng og nærveru.
Rómarferðin
Við fórum til Rómar með vinnunni hans Leifs í árshátíðarferð 21- 25.apríl – dásamlegir dagar 🙂 Hér er ca ferðasagan okkar skrifuð að mestu af Leifi en með smá viðbótum og svona frá Dagnýju 🙂
Hjólagarparnir mínir hita upp fyrir hjólasumar
Alveg frá því í fyrra sumar hefur Oliver talað um að fara aftur í svona “stóran hjólatúr“. Sem ætti alveg að geta gengið upp í sumar þar sem við erum búin að vera dugleg að “þjálfa Ásu” upp í lengri hjólaferðir undanfarið 😉 Sigurborg Ásta elskar að sitja í stólnum á hjólunum okkar Leifs þannig…
Prjón: Húfan Tumi
Ása Júlía sat fyrir á nokkrum myndum fyrir Evu Mjöll og vinkonur hennar í nýju prjónabókinni “Leikskólaföt” Þegar við mæðgur vorum búnar að fletta bókinni í útgáfuhófinu í Litlu Prjónabúðinni var Ása Júlía alveg ákveðin í að ég ætti að prjóna húfu eins og hún var með í bókinni (var reyndar með 2 eins, sitt…