nei, ekki hjá mér heldur hjá Ashley og Ástu frænkum mínum í ömmu ríku! þær voru að láta mig vita að þær eru að koma til landsins í maí og verða í mánuð á klakanum 🙂 Hlakka ekkert smá til að fá þær í heimsókn. Ashley hefur aldrei komið á klakann þannig að það er löngu kominn tími á þessa heimsókn! stelpan er komin yfir tvítugt! man ekki alveg hvort hún er fædd ’85 eða ’86 en það skiptir ekki öllu 🙂 Er þegar búin að ákveða að hún sleppur ekki við íslenska útilegu! eða eins og Leifur segjir, setjum hana bara í lopapeysu sem stingur og þá…