Smá yfirferð yfir árið 2007
Month: December 2007
pirringur
Mikið svakalega verð ég reið og pirruð út í fólk sem ákveður að halda á fjöll og er “vel útbúið” þegar búið er að spá vondu veðri um allt land! Ég verð enn reiðari og pirraðri þegar ég frétti að börn hafi verið með í ferðinni! Án gríns að þá var byrjað að tala um slæma spá fyrir þessa helgi strax um síðustu helgi. Ég skil ekki svona fólk. Það er eins og það sé bara sjálfsagt mál að fólkið okkar í björgunarsveitunum hætti sínu lífi til…
jólajól
Við litla fjölskyldan í H14 áttum yndisleg jól. Borðuðum yfir okkur af góðum mat, kökum og konfekti eins og venjan er 😉 Oliver fékk líka að smakka jólamatinn 😉 hamborgarhrygg, laufabrauð, purusteik og síðast en ekki síst í tilefni jólanna súkkulaði – viti menn það var ekkert voðalega gott! Ég er ekki viss um að…
Gleðileg jól
smellið á myndina til þess að sjá jólakveðjuna 😉
Jóla hvað?
Jæja ætli það sé ekki best að koma með einhverjar fréttir… Ég steingleymdi að taka mynd af síðasta aðventukerti þannig að mynd af öllum 4 birtist á sunnudaginn (I hope). Alveg merkilegt hvernig allt hrúgast á sömu dagana. Við fórum í laufabrauðsskurð um síðustu helgi með Familíunni hans Leifs og þaðan beint í mat til…
Glerbræðslunámskeið
Mér bauðst að bætast í hóp sem var að fara á glerbræðslunámskeið hjá Glit um daginn. Þetta var bara svona eitt kvöld og við fengum að gera 3 hluti. Mér fannst þetta rosa gaman 🙂 líka svo gaman að eiga nýtilega hluti sem maður hefur gert sjálfur. Það var ss eitt skylduverkefni sem var stjarna….
Betlehemskerti
Í dag er annar í aðventu þannig að við kveiktum á Betlehemskertinu 🙂
Vikan sem leið…
Jæja ætli það sé ekki ágætt að henda nokkrum línum hérna inn 🙂 Ég byrjaði að vinna aftur á mánudaginn, dálítið skrítið að byrja aftur að vinna og frekar blendnar tilfinningar í gangi – vonum bara að þetta lagist í janúar. Oliver er hjá mömmu á meðan ég er að vinna þannig að ég veit…