Ég ætla loksins að láta verða af því að taka þátt í einhverju öðru en umræðum í Allt í Kross netsaumónum mínum 🙂
Month: September 2007
Brúðkaup
Við fórum í brúðkaup í gær til þessa myndalega pars. Yndisleg athöfn og notaleg kvöldstund með þeim og þeirra nánasta fólki. Takk fyrir okkur Inga Lára & Jökull og til hamingju enn á ný 🙂
fullorðin
eða hvað? Mætti á minn fyrsta húsfund hérna í blokkinni áðan… guð minn eini hvað sumir geta verið mikil börn, sá sem ég er reyndar að ræða um í þetta sinn býr reyndar ekki í mínum stigagangi en í blokkinni og var reyndar sá eini sem mætti úr sínum stigagangi… Hann var í þokkabót meðal…
allt að verða heimilislegra :)
jæja þá erum við búin að eiga heima í H14 alveg alla helgina 🙂 og ég orðin grasekkja kárahnjúkakjánans á ný 🙂 Verð að viðurkenna að það var ferlega skrítið að fara heim í morgun eftir að hafa skutlað Leifi á flugvöllinn og við bara 2, ég og Oliver… og ég get varla gert mér…
fyrsta nóttin
jæja þá er hægt að segja að við séum nokkurn vegin flutt þó ekki alveg þar sem dótið okkar er ekki alveg allt mætt í H14 😉 en við erum samt búin að gista fyrstu nóttina okkar þar 🙂 Dálítið skrítin tilfinning, en notaleg þó 🙂
tilkynningarskyldan
bara fyrir þá sem vilja vita og hugsuðu til mín í dag 😉 nú eða krossuðu allar tærnar ásamt fingrunum og gengu hálf skringilega megnið af deginum 😉 Niðurstöðurnar úr rannsókninni sýndu að þetta var “bara” venjuleg blaðra og engar bólgu frumur til staðar 🙂 sem þýðir að ég er útskrifuð með topp einkunn 🙂
minningaflóð
ég er búin að vera inni í H14 í dag að taka upp úr eldhúskössunum og vaska upp og “raða” í skápana – ekkert smá mikið af minningum sem hellast yfir mann þegar maður er að taka upp hluti sem hafa verið í kassa í aðeins of langan tíma (rúmt ár). Þær brellur sem við notuðum til þess að nýta ALLT pláss sem við gátum – t.d. að troða hnífapörunum í krukku…
Spennufall
Ég er í spennufalli eftir ómunina…