Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

minningaflóð

Posted on 11/09/2007 by Dagný Ásta

ég er búin að vera inni í H14 í dag að taka upp úr eldhúskössunum og vaska upp og “raða” í skápana – ekkert smá mikið af minningum sem hellast yfir mann þegar maður er að taka upp hluti sem hafa verið í kassa í aðeins of langan tíma (rúmt ár).

Þær brellur sem við notuðum til þess að nýta ALLT pláss sem við gátum – t.d. að troða hnífapörunum í krukku sem við notuðum fyrir pasta og sleifum, þeytara ofl þannig í spagettíkrukkuna 😉

Ég átti oft ferlega erfitt með mig að springa ekki gjörsamlega úr hlátri þegar ég var að tína upp úr kössunum 🙂 bara gaman 🙂

Pabbi kom líka seinnipartinn til þess að hjálpa mér að setja allar hurðirnar á sinn stað í eldhúsinu 🙂 ég er ekkert smá sátt við útkomuna hjá okkur 🙂 núna á bara eftir að bora ný göt á flekahurðirnar (rennihurðir) fyrir höldurnar og þá er eldhúsið tilbúið! Við það að allar hurðirnar voru komnar upp þá þýddi það líka bara eitt – svefnherbergið losnaði! enda var það búið að vera nýtt sem vinnuaðstaða til þess að mála hurðir, bæði fyrir eldhússkápana og svo líka svefnherbergisskápana – við pabbi skelltum upp hurðunum á efri skápana í svefnherberginu líka 🙂 Þetta er allt að smella saman og maður er eitthvað svo hyber spenntur (náði t.d. algerlega að gleyma fimmtudeginum áðan 😉 )

Á morgun kemur Leifur í bæjinn og það þýðir bara að restin af dótinu okkar fer að tínast hraðar inn í H14 og áður en við vitum af verðum við flutt 😀

6 thoughts on “minningaflóð”

  1. Sigurborg says:
    11/09/2007 at 22:40

    Spennó spennó, hlakka til að koma og sjá ! 🙂

  2. Ása LBG says:
    11/09/2007 at 23:17

    hlakka til að koma í heimsókn og skoða :o) en hvað átturu við með fimmtudaginn? hverju gleymdiru? núna ertu búin að gera mig forvitna….

  3. Dagný Ásta says:
    11/09/2007 at 23:41

    slauga mín; lestu spennufalls færsluna 😉

  4. Ása LBG says:
    12/09/2007 at 12:07

    já ég er ljóska 😉

  5. Urðz says:
    13/09/2007 at 09:30

    ..gangi þér vel í dag – vona að allt fari vel!!

  6. Hafrún Ásta says:
    13/09/2007 at 18:13

    Vonandi gekk vel í dag skvís… krossa alla putta og alla tær labba reyndar hálf skringilega svona….

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme