Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

fullorðin

Posted on 19/09/2007 by Dagný Ásta

eða hvað?

Mætti á minn fyrsta húsfund hérna í blokkinni áðan… guð minn eini hvað sumir geta verið mikil börn, sá sem ég er reyndar að ræða um í þetta sinn býr reyndar ekki í mínum stigagangi en í blokkinni og var reyndar sá eini sem mætti úr sínum stigagangi… Hann var í þokkabót meðal þeirra elstu sem voru þarna – hann gerði ekkert annað en að setja út á það sem um var rætt og svo virtist vera að sá sem boðaði fundinn vissi alveg hvernig kauði var því að hann svaraði honum þannig…
Það var semsagt verið að kynna yfirvofandi viðgerðir á húsinu og það verður annar fundur eftir viku þar sem “ákvarðanir verða teknar” eða eitthvað í þá áttina 🙂

Annars þá er ég búin að komast að því hvaðan óperusöngurinn kemur á daginn… Hann er í mínum stigagangi 🙂 svosem ekkert skrítið að ég heyri þetta ágætlega þar sem hún býr hérna beint fyrir ofan mig 😀 Ég er líka búin að fá það staðfest að það búi enginn í íbúðinni fyrir neðan mig sem er í sjálfu sér ágætt því þá er enginn að kvarta undan banki í gólfið *haha* Oliver er nefnilega búin að uppgötva það að það heyrist alveg ofsalega “skemmtilegt” hljóð þegar hann lætur hælana detta í gólfið ss bank… enn skemmtilegra þegar hann er í sokkunum frá Shavawn frænku sem eru með trúðum á tánnum sem hringlar í þegar hann spriklar 🙂

9 thoughts on “fullorðin”

  1. Ásta Lóa says:
    20/09/2007 at 00:59

    Takk Dagný mín fyrir kveðjuna á blogginu mínu. 🙂
    Gaman að nú séu þið komin í H14. til hamingju með það 🙂 En ég get verið sammála þér um það hvað sumir geta verið barnalegir….. við glímum við tvo svona hér í næsta stigagangi hjá mér, svo láttu mig þekkja það. Svo er einn heilviti í mínum gangi sem veit allt, kann allt og getur allt, miklu betur enn allri aðrir. Enda má ekki gera suma hluti því hann er búin að vera hér frá upphafi og það má ekki breyta til (til dæmis hurðum og slíku á íbúðunum), svo þetta getur verið horror við að eiga.
    En við bítum á jaxlin 🙂

  2. Urðz says:
    20/09/2007 at 09:34

    ..úúú fyrsti húsfundurinn *heh* – það er fullorðins 😉
    ..hvenær koma svona “dótiðaðverðakomiðásinnstaðínýjuíbúðinnimyndir” ?

  3. Dagný Ásta says:
    20/09/2007 at 10:38

    Ásta Lóa: ég þakka eiginlega bara fyrir að kallinn sé ekki í mínum stigagangi 😉

    Urður: þær koma… á endanum 🙂

  4. Sonja says:
    20/09/2007 at 11:57

    ha ha ha. Ég bjó einu sinni fyrir neðan óperusöngkonu. Það er ekkert eins og skalinn til að njóta kvöldmatarins 😉

  5. Hafrún Ásta says:
    20/09/2007 at 18:32

    Úff sérvitringar eiga ekki að eiga heima í blokk… og NEI fólk hehe. Gangi ykkur vel … Vá næs að hafa óperusöng allan daginn hjá manni NOT!!! Vonandi eru hún þó allaveg góð óperusöngkona.

  6. Ása LBG says:
    20/09/2007 at 23:44

    takk æðislega fyrir mig – gaman að koma í heimsókn og spjalla (borða) sem og að knúsa litla kút gerum þetta aftur fljótt 🙂

  7. kolla og Jón says:
    27/09/2007 at 06:20

    Heil og sæl Dagný,Leifur og Oliver, til hamingju með íbúðina og ,,nágrannana,,. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra að allir eru ekki alveg eins í umgengi og viðmóti. umburðarlyndi er það sem þarf í sambúðinni, 😉 kveja Kolla

  8. Arnbjörg says:
    27/09/2007 at 12:23

    omg…ég held ég viti hver barnalegi nágranninn er… 😀 þurfum endilega að ræða saman við tækifæri 😉

  9. Dagný Ásta says:
    27/09/2007 at 13:57

    Sonja & Hafrún Ásta: það vill til að hún er ágætis söngkona og ekki alltaf að 🙂 ég tek sennilega meira eftir henni en aðrir þar sem ég er heima á daginn 🙂

    Kolla: úff já litríkir persónuleikar gera lífið mun skemmtilegra 🙂 maður þarf eiginlega bara að læra á það hvað maður á að ignora hjá þeim 🙂

    Arnbjörg: úúú já! þið Víkingur og bumboz verðið að koma í heimsókn 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme