daglegt röfl, heilsa, myndir

Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)

Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)Við Sirrý vinkona skelltum okkur í Miðvikudagsgöngu með gönguhópnum Vesen og Vergangur á Fésinu… fórum góðan hring í kringum Rauðavatn sem endaði í 5.7km.. skilst að hluti hópsins hafi farið um 7km og annar hluti styttra.

Svosem ekkert skrítið að vegalengdirnar hafi verið svona misjafnar þar sem það voru yfir 250 manns sem mættu í þetta labb ;)

En þetta var bara gaman, væri alveg til í að mæta á fleiri svona viðburði enda sá sem sá um þetta einstaklega hress og svo má ekki gleyma fróðleiksmolunum sem hann lét falla á nokkrum velvöldum stöðum á leiðinni.

Takk fyrir mig Vesen ;)