100 hamingjudagar

Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel :)

Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu.

Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag 102 og sjáum bara hvað þetta “endist” lengi :)

klaufabárður

það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan…

Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12 spora kerfið) eftir tæplega 3 tíma skrepp á Slysó.

Krakkarnir voru á mörkum þess að vera sofnuð og þegar Leifur kallaði til mín að hann þyrfti hjálp og ég sá hvernig í málunum lá hoppaði ég yfir á K50 til þess að ath hvort þau gætu skuttlað Leifi á slysó fyrir mig.. það eina sem mér datt í hug allavegana, ekki var ég að fara að yfirgefa krakkana eða drösla þeim með niðreftir. Bjarki var svo frábær að fara með honum og ég hringdi svo í Ingu og Skúla til þess að segja þeim hvað hafði gerst og bað þau eða alla vegana annað þeirra að fara til Leifs þannig að leysa Bjarka af. Inga endaði á að fara og var með honum allan tímann.

Óhætt er að segja að Leifur hafi sloppið vel.. bara skurður en ekki í neinar mikilvægar taugar og full hreyfigeta og tilfinning í þumlinum og vísifingri – sem skiptu mestu máli.

Umbúðirnar voru þó ekki miklar en hann þarf að hlífa hendinni næstu daga og skipta reglulega um umbúðir – kemur sér vel að ég fékk súper leiðbeiningar hjá Emilíu um hvernig best væri að búa um sárið og hún skaffaði mér líka það sem best væri að nota á það.

______________
Uppfært 28.ágúst
Leifur mætti í saumatöku í morgun en Emilía hjúkrunarfræðingur fann smá graftarpoll í miðjum skurðinum, hún tók því bara saumana þar yfir og kreisti það sem hún gat. Lét okkur hafa Fucidin (sýkladrepandi áburður) og bað Leif að reyna sjálfan að þrýsta á í kvöld og annað kvöld og bera Fucidinið á á eftir. Að sjálfsögðu að fara beint aftur á Heilsugæsluna eða á Læknavaktina fái hann slátt eða verki í skurðinn upp á sýkingu að gera. Vonandi var þetta bara í efstalaginu og því ekki þörf á meiri sýklalyfjagjöf en þetta. Hann á svo að koma aftur á föstudag í tilraun 2 af saumatöku þar sem Emilía vildi ekki taka hina saumana upp á að sárið opnaðist ekki nema bara rétt yfir sýkingunni.

 

_________________
Uppfært 1.sept
Allt eins og það á að vera, eins og við vonuðumst eftir þá var sýkingin bara þarna efst og Leifur hefur ekkert fundið meira til í sárinu. Saumarnir allir plokkaðir úr og allt eins og best er á kosið. Þá er bara að láta þetta gróa almennilega :)

1 stk kartöflugarður græjaður í Birtingaholti í dag

Hjálpuðum mömmu og pabba að græja kartöflugarðinn fyrir sumarið í dag, hefðum viljað græja þetta fyrr en það er ekki alltaf hægt ;)

Tókum vel á og hreinsuðum slatta af óvelkomnu grasi og fíflum í leiðinni sem eru að reyna að yfirtaka meira og meira pláss.

Mamma ætlar svo að pota niður kartöflum og einhverjum fræjum síðar í vikunni.Allir að hjálpast að ♡ #allmine

Vinnumaðurinn minn ♡

"Mamma, sjáðu ég er með orm" (ekki séð að fá hana til þess að halda á honum samt)1 stk kartöflugarður græjaður fyrir ma&pa í Birtingaholti í dag

Stóðst svo ekki mátið að smella mynd af þessum – þetta er bara örlítið brot af rifsberjarunnunum hjá þeim – verður forvitinlegt að sjá hvað kemur út úr þessu í haust :D
Verður spennandi að sjá hvort þetta muni allt ná sér á strik í sumar... #rifsber

Málimálimál

Málimálimál í ljósi þess að senn fær stiginn að mæta á svæðið er ekki seinna vænna en að skella eins og einni umferð af hrímhvítum á stigaholið.
mun auðveldara að mála án stigans ;)

Við stefum á að koma honum upp um næstu helgi… amk fyrri hlutanum, vonandi verður seinni hlutinn ekki langt undan ;)

Verð að viðurkenna að ég er orðin pínuponsulítið þreytt á endalausu framkvæmdasvæði hérna heima. Stöðugar tilfærslur og kassar út um allt sem er farið að þreyta liðið hérna.

Og herða aðeins meira…

Og herða aðeins meira... Það er loksins að koma að því að setja upp stigann heima, styttist óðum í að komin séu 4 ár frá því að við fengum K48 afh. og fluttum inn áður en vikan var liðin.
Leifur var alltaf á því að klára þetta blessaða loft sem fyrst en það er víst hægara sagt en gert þegar hann er staddur í virkjunarframkvæmdum upp á fjöllum eins og hann var hluta fyrsta ársins og svo oftar en ekki í rúmlega 100% vinnu og fullt hús af börnum.

En þetta hefst allt saman á endanum :)

Helgin…

Allir hjálpast að... #feðgin
Allir hjálpast að… #feðgin

Við eyddum helginni að mestu úti í garði í Birtingaholtinu. Tókum kartöflugarðinn og stungum hann upp og undirbjuggum fyrir ræktun sumarsins.

6 beð tilbúin fyrir sumarræktunina
6 beð tilbúin fyrir sumarræktunina

Við reyndar eyddum heilmiklum tíma og pælingum í hvernig við gætum hjálpað m&p að endurheimta garðinn frá þessum blessuðu fíflum sem eru að reyna að yfirtaka moldina *dæs* Það er margt sem þarf að gera fyrir garðinn allann svo hann njóti sín í réttri mynd. Fíflarnir eru stæðsta vandamálið en það er líka kominn tími á ýmislegt annað. En það er alltaf jafn gaman að sjá hversu gjöfull þessi garður er þegar vel er séð um hann ;-) Jarðaber, rifsber, sólber, stikkilsber, kartöflur, rabbabari og hvaða fræ sem/matjurtir okkur dettur í hug í það og það skiptið – þar eru auðvitað Gulrætur efstar á blaði ;-) Krakkarnir voru dugleg líka við að hjálpa okkur :-)

Oliver tók þetta með trompi og þróaði sína eigin aðferð við að ná sem dýpstu stungunni (sem er reyndar klassík m.v. aldur  :-) held að flestir krakkar taki svona stungur einhverntíman á garðyrkjubóndaferlinum).

alltaf gaman að raða saman myndum sem teknar voru með mjög stuttu millibili

Þessi var að versla í garðinn hjá ömmu og afa ;)Á sunnudeginum fórum við svo í að kaupa nokkrar forræktaðar matjurtir en mamma var búin að græja kartöflur, spínatfræ og gulrótarfræ.

Sigurborg Ásta valsaði um allt eins og herforingi með kerruna og skipaði systkinum sínum fyrir eins og hún hefði aldrei gert annað ef þau fóru eitthvað útfyrir rammann… hún er svolítið gjörn á þetta nefnilega ;-)

Við hjálpuðumst svo öll að við að setja niður kartöflur, kálplöntur og fræ.

Nú er bara að bíða og sjá hvað sumarið gefur okkur :-)

Litla vinnukonan að setja niður kartöflur ♡♡♡
Litla vinnukonan að setja niður kartöflur ♡♡♡