Klifurkettir í ævintýraleit

ekkert mál að draga þessa grein langar leiðir ;) “Ronjan” mín

Við skelltum okkur í smá göngutúr í Elliðárdalnum í dag… Alltaf jafn dásamlegt að rölta með krökkunum um dalinn enda margir spennandi staðir að kíkja á þar.

Tala nú ekki um þegar göngutúrinn leiðir mann að og meðfram ánni því þá er hægt að henda endalaust af steinum í ánna eða prikum (bátum) sem hægt er svo að fylgja eftir, hvort sem það er bara meðfram bakkanum eða sitt hvoru megin við brú.

Oliver klifurköttur

Oliver og Ása Júlía fundu líka tré sem þau ákváðu að taka kapp hvort kæmist hærra… á endanum voru klifurkettirnir vinsamlegast beðin um að fikra sig niður, mér leist ekkert á blikuna! Sigurborg Ásta þorði að fara upp rúmlega hæð sína sem er alveg frábært enda hefur hún alltaf verið varkárari en systkini sín :) Hún er stöðugt að verða frakkari.

 

henntugt sæti í tré sem skipt hafði stofninum í 3 greinar:)

 

Páskahreyfing!

Páskahreyfing!
Ásuskott

Eftir allt þetta súkkulaði og önnur sætindi var ekki annað hægt en að drösla mannskapnum út í smá hreyfingu.

Vífilstaðavatn verður oft fyrir valinu hjá okkur í þessum pælingum ef við viljum fara útfyrir hverfið. Margt að skoða og sjá (og ekki skemmir möguleikinn á að kasta steinum í vatn heldur).

 

sko hér er ein!

Oliver er búinn að vera að læra sitthvað um náttúruna í vetur og fannst honum mjög spennandi að kíkja eftir hagamúsaholum í móanum í kringum vatnið. Enda fann hann þónokkrar þarna hjá :)

Músahola

 

 

 

 

 

Skottuborg!

Sigurborgu fannst mjög spennandi þessi leit hans Olivers en ekki alveg eins auðvelt að fóta sig í móanum og var endalaust að detta, þó mest megnis beint á rassinn og sat á tímabili bara sem fastast í móanum ;)

það verður líka að vera ein af okkur gömlu;)

 

100 hamingjudagar

Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel :)

Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu.

Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag 102 og sjáum bara hvað þetta “endist” lengi :)

klaufabárður

það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan…

Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12 spora kerfið) eftir tæplega 3 tíma skrepp á Slysó.

Krakkarnir voru á mörkum þess að vera sofnuð og þegar Leifur kallaði til mín að hann þyrfti hjálp og ég sá hvernig í málunum lá hoppaði ég yfir á K50 til þess að ath hvort þau gætu skuttlað Leifi á slysó fyrir mig.. það eina sem mér datt í hug allavegana, ekki var ég að fara að yfirgefa krakkana eða drösla þeim með niðreftir. Bjarki var svo frábær að fara með honum og ég hringdi svo í Ingu og Skúla til þess að segja þeim hvað hafði gerst og bað þau eða alla vegana annað þeirra að fara til Leifs þannig að leysa Bjarka af. Inga endaði á að fara og var með honum allan tímann.

Óhætt er að segja að Leifur hafi sloppið vel.. bara skurður en ekki í neinar mikilvægar taugar og full hreyfigeta og tilfinning í þumlinum og vísifingri – sem skiptu mestu máli.

Umbúðirnar voru þó ekki miklar en hann þarf að hlífa hendinni næstu daga og skipta reglulega um umbúðir – kemur sér vel að ég fékk súper leiðbeiningar hjá Emilíu um hvernig best væri að búa um sárið og hún skaffaði mér líka það sem best væri að nota á það.

______________
Uppfært 28.ágúst
Leifur mætti í saumatöku í morgun en Emilía hjúkrunarfræðingur fann smá graftarpoll í miðjum skurðinum, hún tók því bara saumana þar yfir og kreisti það sem hún gat. Lét okkur hafa Fucidin (sýkladrepandi áburður) og bað Leif að reyna sjálfan að þrýsta á í kvöld og annað kvöld og bera Fucidinið á á eftir. Að sjálfsögðu að fara beint aftur á Heilsugæsluna eða á Læknavaktina fái hann slátt eða verki í skurðinn upp á sýkingu að gera. Vonandi var þetta bara í efstalaginu og því ekki þörf á meiri sýklalyfjagjöf en þetta. Hann á svo að koma aftur á föstudag í tilraun 2 af saumatöku þar sem Emilía vildi ekki taka hina saumana upp á að sárið opnaðist ekki nema bara rétt yfir sýkingunni.

 

_________________
Uppfært 1.sept
Allt eins og það á að vera, eins og við vonuðumst eftir þá var sýkingin bara þarna efst og Leifur hefur ekkert fundið meira til í sárinu. Saumarnir allir plokkaðir úr og allt eins og best er á kosið. Þá er bara að láta þetta gróa almennilega :)

Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)

Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)Við Sirrý vinkona skelltum okkur í Miðvikudagsgöngu með gönguhópnum Vesen og Vergangur á Fésinu… fórum góðan hring í kringum Rauðavatn sem endaði í 5.7km.. skilst að hluti hópsins hafi farið um 7km og annar hluti styttra.

Svosem ekkert skrítið að vegalengdirnar hafi verið svona misjafnar þar sem það voru yfir 250 manns sem mættu í þetta labb ;)

En þetta var bara gaman, væri alveg til í að mæta á fleiri svona viðburði enda sá sem sá um þetta einstaklega hress og svo má ekki gleyma fróðleiksmolunum sem hann lét falla á nokkrum velvöldum stöðum á leiðinni.

Takk fyrir mig Vesen ;)

Ganga á Mosfell

wp-1472551475853.jpgUppfull af orku eftir berjamó tókum við skyndiákvörðun og skelltum okkur í göngu upp á Mosfellið.

Vorum með burðarpokann hennar Sigurborgar í skottinu þannig að það var ekkert sem gat stoppað okkur.

Við fórum upp eftir skiltum sem merktu að það væru 1.7km upp á topp. Enduðum reyndar á að að labba hálfgerðan hring og ég var guðs lifandi fegin því að Leifur var með Sigurborgu á bakinu en ekki ég þar sem stikurnar leiddu okkur niður hálfgerðar ógöngur… amk mæli ég ekki með þeirri leið niður… etv allt í lagi að labba upp.

Við vorum í hálfgerðum erfiðleikum með að ná krökkunum upp því þau voru stöðugt að stoppa við berjalyng. Þarna leyndust nefnilega stór og falleg krækiber. Á niðurleiðinni fundum við reyndar líka helling af Hrútaberjum, algert sælgæti þarna á ferð.

Hressandi ferð og fullkomin lengd fyrir okkur (rétt um 2 klst með öllum berjastoppunum).

Hress komin alla leiðina upp
Berjabláu börnin á toppnum
Berjablár er eiginlega “understatement” þar sem tungan var SVÖRT
Útsýnið yfir Mosó og yfir til Reykjavíkur
Mæðgur

Í berjamó

Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar ;) eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó!

Í berjamó
vissi sko alveg hvað ætti að gera við þessi ljúffengu ber

Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki farið í almennilegan berjamó áður… við gerðum tilraun í fyrra en það varð bara alltof kalt fyrir hana þannig að við gáfumst fljótt upp.

Hún var samt alveg með taktana á hreinu eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Leifur var búinn að skoða viðtal við Svein Rúnar berjavin og sá talaði um að það væri gott að fara á Mosfellsheiði og nágrenni hennar þannig að við ákváðum að kíkja í brekkunar í Skálafelli.

Þar fundum við slatta af krækiberjum en lítið af bláberjum.

Hr Berjablár

Oliver erfði hið stórskemmtilega gen “berjablár við það að sjá ber”gen og verður berjablár annsi fljótt eins og sjá má hér að ofan… Ása Júlía þarf ca 2x skammt Olivers til þess að ná þessari litabreytingu.

Krökkunum fannst þetta alveg frábært og gátu legið í þúfunum lengi vel. Oliver er orðin annsi liðlegur í að týna berin, Ása líka en Sigurborg fann besta boxið fyrir berin – lítinn mallakút!

Komum heim með ca 4L af krækiberjum og eina litla dós af bláberjum.

31km

Oliver ákvað snemma í vor að við myndum fara í álíka hjólatúr í ár og í fyrra. Núna kæmi Ása Júlía með okkur ;-) og hann yrði líka lengri þar sem við myndum byrja heima í Kambaselinu en ekki við eitthvað verkstæði í Dugguvoginum.

Þar sem Leifur var búin að fá Stálmenn í framkvæmdir heima var dagurinn í dag kjörinn til þess að halda af stað á hjólunum okkar. Þeir voru mættir upp úr 8 en við lögðum af stað upp úr kl 9.

Fyrst þurfti að bæta lofti í dekkin hjá mér þannig að förinni var haldið að Shell til að setja loft í dekkin. Þá var næsta skref að finna hvaða leið við vildum fara eða bara hvert við vildum fara ;-)

Úr varð að við fórum í gegnum trjállundinn milli Bakkanna og Fellahverfisins og þaðan niður í Elliðárdal þar sem krakkarnir stóðust ekki að dást að litlu krúttlegu kanínunungunum sem voru þarna út um allt. Við héldum áfram út á Geirsnef og yfir Reykjanesbrautina upp á Suðurlandsbraut þar sem Ásu langaði að stoppa rétt hjá Mörkinni og fá sér smá næringu. Pása í fyrri hjólatúr dagsins ;)

Áfram héldum við inn í Laugardalinn þar sem krakkarir vildu endilega stoppa aftur og bregða aðeins á leik ;-) ekki málið, við vorum ekki á neinni hraðferð ;-)

Við lékum okkur í smá tíma á sömu stöngum og um páskana ;) sem var reyndar ástæðan fyrir því að þessi staður varð fyrir valinu. Þau mundu eftir þessum stöngum!

Sigurborg var mjög sátt við að sleppa við stólinn í svolítinn tíma en hún var Yogaskotta í fyrri hjólatúr dagsinsbúin að vera mjög dugleg að sitja kyrr og hvetja mig áfram á hjólinu. Hún vill nefnilega hellst af öllu fara HRATT!.

Ása Júlía var komin í Yoga ham þarna og fannst þetta æði!

Áfram héldum við svo í gegnum Laugardalinn, í gegnum tjaldstæðið og út á Laugalæk. Þar heilluðu krakkarnir nokkrar eldri konur með kurteisi og dugnaði þar sem þau hægðu vel á sér og pössuðu sig á því að vera alveg á sínum helming gangstéttarinnar…

Við hjóluðum svo eftir fína stígnum á Sæbrautinni alla leið að Hörpu þar sem næsta stopp var. Krakkarnir kíktu inn í Hörpuna og fundu sér WC en við Sigurborg Ásta pössuðum upp á hjólin og farangurinn okkar.

Þau áttu svo sannarlega skilið að fá Valdís í hádegismat þessi hjóluðu rúma 17km fyrirhádegið og svo rúma 14km leið til baka og lokuðu Reykjavíkurhringnum við "Þín Verslun Seljabraut" #stoltmamma #hjólagarpar #Kaldalsumarfrí2016Við hjóluðum þvínæst út á Granda þar sem krakkarnir fengu verðlaun fyrir dugnað (og EKKERT kvart). Við stoppuðum nefnilega í Valdísi þar sem allir völdu sér ís við mikinn fögnuð gormanna minna.

Þegar ísinn var kominn í 4 mallakúta fengum við þær fréttir að Stálmennirnir væru búnir! og að Leifur ætlaði að hjóla til okkar og hitta hjá Ma&pa ;)

Heildarferð fyrrihlutans var rétt rúmir 17km! reyndar tók þetta okkur góða 2 tíma á ferð en rauntími var rúmlega 3tímar með stoppum ;-) Ég er að springa úr stolti á grislingunnum mínum.

fyrri hjólatúr

Við eyddum góðum dagsparti á Framnesveginum – í hvíld! Leifur kom til okkar og eftir smá hvíld fyrir hann héldum við af stað til baka.

Olli vildi fara fyrir nesið eins og í fyrra en það var búið að kólna þónokkuð síðan í morgun þannig að við hjóluðum bara út að Eiðistorgi og svo eftir Ægissíðunni að göngustígnum meðfram Skerjafirðinum og eftir honum að Nauthólsvík þar sem við stoppuðum aðeins og hvíldum okkur á hjólunum.

Ákváðum svo að koma okkur heim og fórum í gegnum Fossvoginn, yfir göngubrúnna yfir Reykjanesbraut, meðfram Álfabakka og upp göngustígana meðfram Breiðholtsbrautinni og heim.

seinni hjólatúr

Þessi seinni rúntur var 14.6km þannig að krakkarnir hjóluðu í heildina 31.8km í dag! ÖFLUG!