100 hamingjudagar

Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel :)

Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu.

Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag 102 og sjáum bara hvað þetta “endist” lengi :)

Sous Vide tilraunir

Kjúklingabringur með lime, timian, hvítlauksdufti, salti & pipar ásamt klípu af smjöri

Við erum á leið í bústað í Vetrarfríinu og ákváðum að sous vida þetta í kaf.

Græjuðum kjötið alla leið í poka með kryddi og með því þannig að það væri bara tilbúið beint í pottinn.

Vorum með Nautakjöt, 2 týpur af kjúklingi og svo lamba prime.

Krydduðum eftir smekk og skelltum í Vacumgræjuna, kjúklinginn ákváðum við að frysta en lambakjötið og nautið ekki.

Hlakka til!

Ný Dönsk

Við hjónakornin skelltum okkur á tónleika í gærkvöldi. Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun (skyndi hjá okkur þýðir minna en viku fyrirvari).

Tónleikarnir voru með hljómsveitinni Ný Dönsk og voru annsi hressir og gaf okkur ágætis flashback þrátt fyrir að vera örlítið yngri en megnið af fólkinu í salnum :) það breytti litlu fyrir okkur enda þekktum við flest laganna :) eða auðvitað þekktum við ekki almennilega fyrstu 4 lögin enda lög af nýjustu plötunni þeirra :)

Við hittum þarna Palla félaga Leifs úr MS & frú þannig að við vorum nú ekki ein um að vera örlítið yngri!

Mér finnst alveg dásamlegt að fylgjast með Daníeli á sviði, hann er með stöðuga sýningu í gangi hvernig hann lifir sig inn í lögin. Get ekki sagt að Björn Jörundur hafi verið neitt síðri en bara dásamlegt að fylgjast með þeim báðum.

Erum rosalega ánægð með tónleikana í heild og hefðum aldrei viljað sleppa þeim :)

Prjón: vinkonuvettlingar

Ása Júlía og ég ákváðum að græja “vinkonuvettlinga” handa henni og Ástu Margréti vinkonu hennar.

Ég lagði strax afstað með gráan enda átti ég slatta til af gráum garnafgöngum frá ýmsum verkefnum. Plataði svo Ásu til þess að spurja Ástu hver uppáhalds liturinn væri og úr varð Gulur.

Hafði keypt bleiksprengt garn í BYKO um daginn þar sem mig sjálfa langaði í vettlinga með þannig munsturlit og ákvað því að nýta þá í Ásu vettlinga líka.

Ásu vettlingar eru prjónaðir úr Trysil sem keypt var í Byko en Ástu Margrétar úr Spuna sem var að hluta afgangur úr prjónagallanum hennar Sigurborgar Ástu – aldrei leiðinlegt að nýta afganga.

Grunnurinn er í raun uppáhalds uppskriftin mín sem heitir “The World Simplest Mittens” og er ókeypis uppskrift frá Tin Can Knits sem er algjör snilld, get ekki hætt að dásama þann grunn :)
Fléttaði svo inn munstur frá uppskrift sem ég fann á Ravelry til þess að fá hjörtun á handabökin :)

Vinkonunum fannst ekkert leiðinlegt að fá eins vettlinga þótt þeir væru ekki nákvæmlega eins :)

Reykjanesið í hávaðaroki

Sterkust af öllum... #Kaldalsumar17 #reykjanes #brúmilliheimsálfa
Sterkust af öllum

Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um.

Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki.

Enduðum svo á að rölta yfir brúnna á milli heimsálfanna áður en við brunuðum aftur til baka í borgina.

Ása og Olli voru alveg á því að taka skyldi mynd af þeim fyrir neðan brúnna þannig að það liti út fyrir að þau væru sterkust af öllum ;)

Ellý

Ellý er mögnuð sýning#everydaylife #100happydays #Borgarleikhúsið #EllýÉg var svo heppin að fá að fara með hópi hressra ættingja minna að sjá Ellý í Borgarleikhúsinu í kvöld.  Þvílík snilldar sýning! Halldóra fór á kostum sem Ellý og Björgvin Frans algjör snillingur og hefur vaxið helling sem leikari í mínum augum.. hef alltaf haft hann sem einhverskonar fígúru og bullara enda er það oftar en ekki þau hlutverk sem hann endar í en þarna fór hann lista vel með hlutverk margra þjóðkunnra einstaklinga.

Takk fyrir að bjóða mér með elsku Steini, Hrönn, Linda, Ásta, Garðar & mamma <3

ættarmót í Ólafsvík

Oliversleggur#ættarmót
Oliversleggur

í morgun brunuðum við til Ólafsvíkur til þess að mæta á 1 stk ættarmót hjá afkomendur Kristjáns Kristjánssonar og Önnu Elísabetar Brandsdóttur eða langafa og langömmu minna. Þau voru foreldrar Olla afa :)

Við byrjuðum á að safnast saman í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þrátt fyrir úrhellis rigningu fór hópurinn út í kirkjugarð þar sem blóm voru lögð á leiði látinna forfeðra okkar. Flest okkar héldu svo í smá göngutúr þar sem kíkt var á æskuheimili afa eða í garðinn við húsið :)
Rennandiblautur hópurinn dreif sig svo inn í íþróttahúsið þar sem búið var að undirbúa smá þrautabraut fyrir okkur þar sem meðal annars þurfti að semja vísu, hitta borðtenniskúlum í þar til gerð hólf, leysa nokkrar gátur og fleira skemmtilegt :) Hópnum var skipt upp eftir afkomendum hvers systkinis – við vorum í Bláa hópnum :)

Þegar þrautir höfðu verið leystar hélt hópurinn aftur inn í Klif þar sem fólk náði mesta hrollinum úr sér með kaffi og hver leggur fékk það hlutverk að búa til ættartré, ég reyndar klikkaði á að taka mynd af því en setti upp í Excel á sama tíma og ég hjálpaði Helgu og Júlíönu við að rifja upp alla nánustu ættingjana :)

Um 5 leitið héldu flestir í öfnnur hús til að skipta um föt og hafa sig til fyrir kvöldið. Við skelltum okkur til Hjördísar frænku í Vallholtinu þar sem hún bauð upp á kaffi og hjónabandssælu.

Kvöldmatur í Klifi með öööööllluuumm ættingjunum (já það bættust þónokkrir við þarna) og þétt dagskrá með skemmtiatriðum og ræðum. Sandra Ýr söng 2 lög án undirleiks og gerði það listavel og Hrönn Svans ásamt Magnúsi Stef tóku einnig nokkur lög og þar á meðan Íslenska konan sem hún flutti óaðfinnanlega. Fjöldasöngur var einnig undir stjórn Magnúsar og var Oliver spenntastur fyrir að syngja “ég er kominn heim” sem rættist rétt áður en við héldum af stað aftur til baka í borgina.

Þorsteinn Ólafs smellti af nokkrum annsi góðum hópmyndum af okkur, bæði af hverjum legg fyrir sig og einnig einni risa hópmynd :) gaman að því.

 

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡Við héldum upp á afmæli Ásu Júlíu í dag við mikla gleði afmælisbarnsins. Fullt af fólki fagnaði með dömunni sem hefur loksins náð þeim langþráða aldri að verða 8ára og að byrja í 3.bekk. Það þýðir sko að hún sé að hætta að fara í frístund að eigin mati og ekkert barn lengur – jáhá – kemur í ljós þegar æfingaplönin eru komin á hreint hvernig og hvort það verði af því :)

Takk allir sem komu og samglöddust með afmælisfiðrilidinu okkar <3