Reykjanesið í hávaðaroki

Sterkust af öllum... #Kaldalsumar17 #reykjanes #brúmilliheimsálfa
Sterkust af öllum

Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um.

Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki.

Enduðum svo á að rölta yfir brúnna á milli heimsálfanna áður en við brunuðum aftur til baka í borgina.

Ása og Olli voru alveg á því að taka skyldi mynd af þeim fyrir neðan brúnna þannig að það liti út fyrir að þau væru sterkust af öllum ;)

Ellý

Ellý er mögnuð sýning#everydaylife #100happydays #Borgarleikhúsið #EllýÉg var svo heppin að fá að fara með hópi hressra ættingja minna að sjá Ellý í Borgarleikhúsinu í kvöld.  Þvílík snilldar sýning! Halldóra fór á kostum sem Ellý og Björgvin Frans algjör snillingur og hefur vaxið helling sem leikari í mínum augum.. hef alltaf haft hann sem einhverskonar fígúru og bullara enda er það oftar en ekki þau hlutverk sem hann endar í en þarna fór hann lista vel með hlutverk margra þjóðkunnra einstaklinga.

Takk fyrir að bjóða mér með elsku Steini, Hrönn, Linda, Ásta, Garðar & mamma <3

ættarmót í Ólafsvík

Oliversleggur#ættarmót
Oliversleggur

í morgun brunuðum við til Ólafsvíkur til þess að mæta á 1 stk ættarmót hjá afkomendur Kristjáns Kristjánssonar og Önnu Elísabetar Brandsdóttur eða langafa og langömmu minna. Þau voru foreldrar Olla afa :)

Við byrjuðum á að safnast saman í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þrátt fyrir úrhellis rigningu fór hópurinn út í kirkjugarð þar sem blóm voru lögð á leiði látinna forfeðra okkar. Flest okkar héldu svo í smá göngutúr þar sem kíkt var á æskuheimili afa eða í garðinn við húsið :)
Rennandiblautur hópurinn dreif sig svo inn í íþróttahúsið þar sem búið var að undirbúa smá þrautabraut fyrir okkur þar sem meðal annars þurfti að semja vísu, hitta borðtenniskúlum í þar til gerð hólf, leysa nokkrar gátur og fleira skemmtilegt :) Hópnum var skipt upp eftir afkomendum hvers systkinis – við vorum í Bláa hópnum :)

Þegar þrautir höfðu verið leystar hélt hópurinn aftur inn í Klif þar sem fólk náði mesta hrollinum úr sér með kaffi og hver leggur fékk það hlutverk að búa til ættartré, ég reyndar klikkaði á að taka mynd af því en setti upp í Excel á sama tíma og ég hjálpaði Helgu og Júlíönu við að rifja upp alla nánustu ættingjana :)

Um 5 leitið héldu flestir í öfnnur hús til að skipta um föt og hafa sig til fyrir kvöldið. Við skelltum okkur til Hjördísar frænku í Vallholtinu þar sem hún bauð upp á kaffi og hjónabandssælu.

Kvöldmatur í Klifi með öööööllluuumm ættingjunum (já það bættust þónokkrir við þarna) og þétt dagskrá með skemmtiatriðum og ræðum. Sandra Ýr söng 2 lög án undirleiks og gerði það listavel og Hrönn Svans ásamt Magnúsi Stef tóku einnig nokkur lög og þar á meðan Íslenska konan sem hún flutti óaðfinnanlega. Fjöldasöngur var einnig undir stjórn Magnúsar og var Oliver spenntastur fyrir að syngja “ég er kominn heim” sem rættist rétt áður en við héldum af stað aftur til baka í borgina.

Þorsteinn Ólafs smellti af nokkrum annsi góðum hópmyndum af okkur, bæði af hverjum legg fyrir sig og einnig einni risa hópmynd :) gaman að því.

 

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡Við héldum upp á afmæli Ásu Júlíu í dag við mikla gleði afmælisbarnsins. Fullt af fólki fagnaði með dömunni sem hefur loksins náð þeim langþráða aldri að verða 8ára og að byrja í 3.bekk. Það þýðir sko að hún sé að hætta að fara í frístund að eigin mati og ekkert barn lengur – jáhá – kemur í ljós þegar æfingaplönin eru komin á hreint hvernig og hvort það verði af því :)

Takk allir sem komu og samglöddust með afmælisfiðrilidinu okkar <3

klaufabárður

það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan…

Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12 spora kerfið) eftir tæplega 3 tíma skrepp á Slysó.

Krakkarnir voru á mörkum þess að vera sofnuð og þegar Leifur kallaði til mín að hann þyrfti hjálp og ég sá hvernig í málunum lá hoppaði ég yfir á K50 til þess að ath hvort þau gætu skuttlað Leifi á slysó fyrir mig.. það eina sem mér datt í hug allavegana, ekki var ég að fara að yfirgefa krakkana eða drösla þeim með niðreftir. Bjarki var svo frábær að fara með honum og ég hringdi svo í Ingu og Skúla til þess að segja þeim hvað hafði gerst og bað þau eða alla vegana annað þeirra að fara til Leifs þannig að leysa Bjarka af. Inga endaði á að fara og var með honum allan tímann.

Óhætt er að segja að Leifur hafi sloppið vel.. bara skurður en ekki í neinar mikilvægar taugar og full hreyfigeta og tilfinning í þumlinum og vísifingri – sem skiptu mestu máli.

Umbúðirnar voru þó ekki miklar en hann þarf að hlífa hendinni næstu daga og skipta reglulega um umbúðir – kemur sér vel að ég fékk súper leiðbeiningar hjá Emilíu um hvernig best væri að búa um sárið og hún skaffaði mér líka það sem best væri að nota á það.

______________
Uppfært 28.ágúst
Leifur mætti í saumatöku í morgun en Emilía hjúkrunarfræðingur fann smá graftarpoll í miðjum skurðinum, hún tók því bara saumana þar yfir og kreisti það sem hún gat. Lét okkur hafa Fucidin (sýkladrepandi áburður) og bað Leif að reyna sjálfan að þrýsta á í kvöld og annað kvöld og bera Fucidinið á á eftir. Að sjálfsögðu að fara beint aftur á Heilsugæsluna eða á Læknavaktina fái hann slátt eða verki í skurðinn upp á sýkingu að gera. Vonandi var þetta bara í efstalaginu og því ekki þörf á meiri sýklalyfjagjöf en þetta. Hann á svo að koma aftur á föstudag í tilraun 2 af saumatöku þar sem Emilía vildi ekki taka hina saumana upp á að sárið opnaðist ekki nema bara rétt yfir sýkingunni.

 

_________________
Uppfært 1.sept
Allt eins og það á að vera, eins og við vonuðumst eftir þá var sýkingin bara þarna efst og Leifur hefur ekkert fundið meira til í sárinu. Saumarnir allir plokkaðir úr og allt eins og best er á kosið. Þá er bara að láta þetta gróa almennilega :)

Er einhver til í að græja svona handa mér?

Síðasta daginn í Eyjum á Orkumótinu splæstum við á okkur mat á veitingahúsinu Gott. Verðinu stillt í hóf og afgreiðslan hröð miðað við að hópurinn samanstóð af 6 fullorðnum, 1 unglingi og 7 börnum (þar af 3 á aldrinum 18mán – 3ára).

Fengum öll mjög góðan mat en mig langar alveg ofsalega í eina svona núna… getur einhver reddað því?

Er einhver til í að græja svona handa mér? #gottrestaurant #eyjar #orkumótið
Spicy vefja

Orkumótið

Oliver mætti á Orkumótið í ár ásamt félögum sínum úr ÍR.
Hann fór með liðinu á miðvikudaginn en við hin mættum á þriðjudagskvöldið með allt hafurtaskið.

styttist í brottför

Þetta var stórskemmtilegt mót þar sem strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu sig upp um 9 riðla sem má teljast nokkuð gott hjá þeim.

fyrsti leikurinn undirbúinn með Krissa þjálfara

Dagarnir í Eyjum byggðust auðvitað að mestu á því að elta þessa 9 gutta sem tilheyrðu ÍR bláum á milli valla en á kvöldin þá náðum við að kynnast aðeins hinum foreldrunum þar sem svo vildi til að við vorum nærri því öll á sama svæðinu á tjaldstæðinu hjá Þórsheimilinu.

Allir komnir í Orkumótsjakkana

Við nýttum síðasta daginn í Eyjum, svona á milli skúra, til þess að túristast aðeins á Eyjunni fögru.

Oliver og Ása Júlía prufuðu að spranga á meðan Sigurborg Ásta tók það ekki í mál að hanga í einhverjum kaðli utan í klettum! þvílíka ruglið :)

Sprangandi ÍRingar
Systkini á Stórhöfða #orkumótið #fótboltabörn #Kaldalsumar17
Systkini á Stórhöfða

Einnig kíktum við á Stórhöfða og smellti ég þar nokkrum myndum af krökkunum.

Áttum far í land með Herjólfi rétt fyrir kl 7 þannig að við höfðum allan daginn til þess að taka saman og ganga frá eftir okkur.

Takk fyrir okkur Eyjar – þetta var stórskemmtilegt :)

Áfram ÍR!

Fótboltamót
Ása Júlía keppti á Greifamótinu á Akureyri um helgina, KA stóð fyrir mótinu sem var glæsilegt og stelpurnar skemmtu sér stórvel og gekk alveg ágætlega :) Áfram ÍR!

Við lögðum af stað Norður í seinna lagi og vorum komin í íbúðina í Skarðshlíðinni um kl 22:30. Ása hafði ætlað að gista með stelpunum í skólanum en okkur fannst við vera heldur seint á ferðinni þannig að hún gisti með okkur fyrri nóttina.
Ræs snemma morguns því þær áttu að keppa fyrsta leik kl 9:20.
Þær stóðu sig með sóma í öllum leikjum dagsins og voru í skýjunum með að fá að fara í Bíó (mamma & Olli fóru líka) og í sund þrátt fyrir að rennibrautin væri óvirk.
Seinni dagurinn var ekki síðri enda flottar stelpur hér á ferð, þó ekki hafi komið til þess að þær fengju bikar þá voru þær allar sáttar við sitt og fullt af stoltum foreldrum í kringum þær.

ÍR stelpur á KA móti ♡ #áframÍR
7.flokkur kvk ÍR með Róberti þjálfara

Allt hitt
Við nýttum tækifærið fyrir Norðan og kíktum í heimsókn til Olla frænda og Önnu Guðnýjar í nýja húsið þeirra á laugardeginum og vorum svo heppin að fá matarboð í leiðinni og krakkarnir gátu gleypt í sig barnaefni fyrir alla helgina á meðan við vorum þar þar sem ekki gafst tími í sjónvarpsgláp í íbúðinni sem við höfðum til umráða.

Jóhann Mikael bekkjarbróðir Olla fékk svo að gista hjá okkur aðfararnótt sunnudagsins og fannst Olla það alls ekki leiðinlegt.

Við kíktum líka í jólahúsið áður en við héldum af stað aftur heim þar sem krakkarnir fengu að smakka sykurhúðuð epli ;)