Vettlingar…

út um allt! eða það má segja það :)

hluti af verkefnum janúarmánaðar

Ég ákvað sumsé um áramótin að vinna eitthvað á lopahrúgunni minni … fyllti 2 frekar stóra plastkassa, annan með plötulopa og nokkrum Spuna dokkum hinn með léttlopa og nokkrum einbandsdokkum. Planið er að nýta þetta eins og ég get í vettlinga og annað smálegt, datt reyndar í hug að skella í nýjar ullarbuxur á Sigurborgu úr einhverju af léttlopaafgöngum en ég á eftir að skoða það betur, enn sem komið er er ég bara í plötulopanum & spunanum  eða ég hef verið að nota spuna í stroff fyrir þæfða vettlinga þar sem mér finnst stroffið ekki nógu skemmtilegt úr plötulopa, mýkra og liprara úr spunanum. So far so good!

Reyndar eru 2 kláruð pör ekki úr plötulopa eða spuna nú í janúar :)

1 par þar sem ég nýtti upp smá af léttlopa ásamt hluta af Big Trend dokku og annað þar sem ég keypti lanett garn í flýti á leiðinni á fund niðrí SFR og hafði gleymt verkefninu mínu heima…

Vettlingamanían byrjaði með þessum:

Newfoundland mitts

Þeir heita hinu skemmtilega nafni Newfoundland mitts og eru eftir Gillian S. Hess, hér er verkefnið mitt á Ravelry.

Í þá notaði ég Big Trend (marglita) og hvítan léttlopa, náði þar að klára 2 litla hnykla en í heildina fór tæplega 50gr af léttlopa í par á mig –

Skemmtilegt prjón og ekki spurning, ég er til í að gera annað par.. sem er reyndar á dagskrá skv beiðni frá Ásu Júlíu, þarf bara að minnka þá aðeins ;)
Ekki skemmir að uppskriftin er frí!

tilbúnir í þæfingu

Næsta par var upp úr vettlingabókinni hennar Kristínar Harðar, Vettlingar og fleira og nefnist uppskriftin “Þæfðir vettlingar fyrir 4-10 ára úr þreföldum plötulopa“. Þarna var ég að vinna upp smá afgang úr spunagallanum hennar Sigurborgar í stroffið og nær það því að halda sér teyjanlegu og fínu á meðan belgurinn og þumallinn þæfast og þéttast vel.

Ég nefndi þessa Grágull á Ravelry.

Næstu 2 pör eru samsuða hjá mér, úr barnavettlingunum hennar Kristínar eins og hér á undan og svo frá “world simplest mittens” frá Tin Can Knits, reyndar á það bara við um lykkjufjölda og lengd að þumli ca en það er eitt af því besta við uppskriftina frá Tin Can Knits að fá uppgefinn lykkjufjölda fyrir ýmsar garntegundir/þykktir og auðvitað prjónastærðir líka.

Gullmoli
“Þæfðir leikskólavettlingar”

Næstaskref var að græja vettlinga á Ásuskottið mitt en hún elskar þæfðu vettlingana sem ég gerði á hana síðasta vetur en þessir ættu að vera aðeins stærri en eru eftir uppskriftinni hennar Kirstínar sem ég linkaði á hér að ofan, prjónaðir alveg úr plötulopa.

Þarna náði ég að klára nánast allan ljósbleika litinn *jeij* og líka þann dekkri.

þessa má finna hér á Ravelry eða undir nafninu “Rauðbleikir“.

Dökkrauðir með bleikri rönd voru næstir, fitjaði reyndar líka upp með 2þr ljósbleikum og 1þr dökk rauðum og prjónaði þá eftir uppskrift úr bókinni hennar Kristínar fyrir fullorðna, bætti röndinni bara við en þeir voru alveg einlitir þar. Uppskriftin heitir “Einfaldir vettlingar úr þreföldum plötulopa” og eru ekki ætlaðir til þæfingar en ég skellti þeim í vélina líka, passa ca á Oliver (10ára) eða aðeins eldri.

alveg tvöfaldir, þessi er tekin fyrir þæfingu ytri vettlinganna.

Fyrr í vetur byrjaði ég á vettlingum sem heita Luffe, skemmtilega öðruvísi vettlingar en þeir eru 2faldir með ótrúlega klæðilegum þumli.

Ég ákvað strax að græja þá úr 2þr af plötulopa og innri vettlingana úr Spuna þannig að það má segja að þetta sé líka nýting úr kassanum góða þó ég hafi misreiknað mig og endað með að þurfa að kaupa auka plötur af báðum litum ;) Dreif mig í að klára þá núna á nýju ári og því fá þeir að fljóta hér með. Ég er hrikalega sátt við þessa og eins og ein vinkona mín sagði þegar hún sá mynd af þeim þá eru þetta ekta útivista vettlingar! amk eins og ég græjaði þá því ég skellti þeim með í vélina þannig að ytri vettlingurinn þæfðist aðeins. Það er alveg á tæru að ég mun græja fleiri svona vettlinga og þá fyrir krakkana, þarf bara aðeins að útfæra þá. Oliver er amk búin að panta par! veit samt ekki hversu mikið stashbursting það verður – kemur í ljós!

Luffe fyrir lítil pons!

Eftir allt þetta grófa lopa prjón þá “varð” ég að fara í aðeins fínna prjón og þar sem ég var á leiðinni á trúnaðarmannafund hjá SFR en gleymdi að taka prjónatöskuna með um morguninn þá hoppaði ég inn í Rúmfó á leiðinni niðrá Grettisgötu og splæsti í Lanette garn, 3 liti og auka sett af prjónum nr3.5mm og hófst handa í byrjun fundar að prjóna minnstu stærðina af Luffe, 2-4 ára. Eiginlega eru þeir í þessari útgáfu meira 1-3 ára ;) Sigurborg er samt búin að eigna sér þá.

dökkir fyrir Oliver

Þá var komið að  svörtum og gráum afgöngum…

Oliver fékk þessa og er hæst ánægður með þá :)

Austurborg #1

Fitja upp með svörtum Spuna og prjónað stroff og þá fært yfir á stærri prjóna og 3faldan plötulopa.  Þeir eru samsuða af nokkrum uppskriftum og skrifaði ég niður hjá mér lykkjufjölda, umferðafjölda og þannig.

Var með svartan, dökk gráan, milligráan og ljósgráan – átti örlítið eftir af þeim ljós en meira af hinum þannig að ég skellti í annað par með svipaðri uppsetningu en bætti í litum í úrtökunni á belgnum, þeir komu ágætlega út þannig.

Þetta par flokkast sem “Austurborgarverkefni” sem ég mun blogga um síðar.

Það er bara 1 vettlingapar eftir  sem er tilbúið ótrúlegt en satt… og með því er ég að klára alla þá hnykla sem ég átti til undna upp með 3 þráðum! *húrra* svo eru til þónokkrir hnyklar með 2 þráðum og slatti af “heilum plötum” eða allt að því heilum.

Þessir eru úr 1þr fagur gulum sem er undinn upp með 2þr af hvítum og á móti 3þr hvítir undnir saman. Finnst guli liturinn gefa svolítið skemmtilegan svip á annars einlita vettlingana :) Stærðin er 8-10 ára og óbreytt uppskriftin af “þæfðir vettlingar fyrir 4-10ára úr þreföldum plötulopa” eftir Kristínu Harðardóttur.

Ég er svo með Luffe par á Oliver í vinnslu úr Navia duo, er búin að kaupa í Luffe á Ásu Júlíu og en ég keypti nýtt garn í bæði þessi pör – í Olivers reyndar í desember! en Ásu núna í janúar *hóst* – 3ja parið sem er komið af stað eru Barnehavevotter og verður það úr Spunahrúgunni :) – já þetta eru ss 3 pör í vinnslu en bara 1 sem er komið almennilega af stað *haha* og munu því falla undir febrúarvettlingana geri ég ráð fyrir :)

Tilraunastarfsemi fyrir kvöldið

Tilraunastarfsemi fyrir kvöldið #nye #desert #tilraunaeldhúsið
Tilraunastarfsemi fyrir kvöldið

Eins gott að þetta er ekki brúnt segi ég nú bara… en ég er aðeins að tilraunast fyrir kvöldið en við buðumst til að koma með desert til Tengdó – verður áhugavert hvernig þetta kemur út!

Mun þá skella einhverju sniðugu inn á uppskriftavefinn

Fjölskylduáramótaball Palla

Eftir að hafa fengið að heyra mikið um það í haust að Ása hefði sko misst af miklu að fá ekki að fara á Palla tónleikana í september stukkum við fljótt á þá hugmynd að gefa Ásu mikið á tónleikana hans Páls Óskars í jólagjöf.
Það var ekkert lítið sem daman var ánægð með miðann sinn þegar hún opnaði jólagjöfina sína en fékk smá áhyggjur af því að það væri bara 1 miði og þýddi það þá að hún yrði að fara ein?
Ekki alveg, þetta var mæðgnaferð ;)

Svooo spennt#palli30des
Svooo spennt#palli30des

Það er alveg óhætt að segja að við mægður skemmtum okkur konunglega og maðurinn er ótrúlegur skemmtikraftur, það er eiginlega bara hægt að kalla hann Snilling og ekkert annað.
Bestur!#palli30des #jólagjöfiníár
Takk fyrir okkur!

Gleðileg jól

#jól2017
tréið í ár

 

Nú nýtt ár gengur í garð
Við minnumst þess liðna ,
Sem dásamlegt var
Og tíminn leið hratt
Jólakveðju nú við sendum
ykkur um leið og við óskum
ykkur gleði og friðar á nýju ári

 

Laufabrauð

Við hittumst í Norðlingaholtinu í ár til að skera út Laufabrauðið.
Að vanda var byrjað á því að spjalla aðeins og næra sig með glæsilegu samskotshlaðborðið – það þarf ekki mikið til þess að allir fái eitthvað :D


Þá var hafist handa að byrja að skera út og steikja, ýmis listaverk fengu að líta dagsins ljós en það gekk hinsvegar misvel að steikja þau – tengdapabbi tók hlutverk steikingameistarans að sér að vanda en í ár var honum úthýst í orðsins fyllstu merkingu og var hann úti á palli að steikja!

Vandvirkir frændur
allt að gerast

Notalegur tími með familíunni á aðventunni. Okkur vantaði bara Danina okkar til þess að gera daginn fullkominn. Vonandi geta þau verið með okkur að ári.

Sólheimar…

Líkt og í fyrra fórum við með Lionsklúbbnum hans pabba á Litlu Jólin á Sólheimum í Grímsnesi. Við áttum þar dásamlegan dagspart og skemmtum okkur vel yfir skemmtiatriðunum sem voru eilítið frábrugðin frá því í fyrra þar sem Ómar Ragnarsson átti ekki heimangengt vegna veikinda en hann hefur séð um skemmtiatriðin í fjöldamörg ár.

 

Þessi sýndu snilldartakta í leikriti dagsins#Sólheimar #Rauðhetta #ásuskottiðmitt

Ása Júlía tók að sér hlutverk í einu atriðinu en fara átti með ævintýrið um hana Rauðhettu, fékk Ása Júlía aðal hlutverkið og stóð sig ótrúlega vel og kom okkur öllum á óvart hversu skýrmælt og flott hún fór með textann sinn.

Þau voru annsi dösuð ungarnir mínir á leiðinni heim og steinsofnuðu bæði Oliver og Sigurborg.

Nomnomnom

ég fékk svo mikla löngun í ristaðar möndlur áðan… þá er bara hið eina í stöðunni að skella í eina pönnu eða svo!
Gerði reyndar 2faldan skammt og til þess að taka með mér í vinnuna á morgun :)
Nomnomnom
Uppskriftin sem ég fer eftir fékk ég hjá danskri stelpu sem var með mér í meðgöngusundi þegar ég gekk með Oliver og kann ég henni miklar þakkir fyrir að senda mér uppskriftina :D>Nammiiiii#jóló #möndlur #jólanammi