Fjölskylduáramótaball Palla

Eftir að hafa fengið að heyra mikið um það í haust að Ása hefði sko misst af miklu að fá ekki að fara á Palla tónleikana í september stukkum við fljótt á þá hugmynd að gefa Ásu mikið á tónleikana hans Páls Óskars í jólagjöf.
Það var ekkert lítið sem daman var ánægð með miðann sinn þegar hún opnaði jólagjöfina sína en fékk smá áhyggjur af því að það væri bara 1 miði og þýddi það þá að hún yrði að fara ein?
Ekki alveg, þetta var mæðgnaferð ;)

Svooo spennt#palli30des
Svooo spennt#palli30des

Það er alveg óhætt að segja að við mægður skemmtum okkur konunglega og maðurinn er ótrúlegur skemmtikraftur, það er eiginlega bara hægt að kalla hann Snilling og ekkert annað.
Bestur!#palli30des #jólagjöfiníár
Takk fyrir okkur!

Gleðileg jól

#jól2017
tréið í ár

 

Nú nýtt ár gengur í garð
Við minnumst þess liðna ,
Sem dásamlegt var
Og tíminn leið hratt
Jólakveðju nú við sendum
ykkur um leið og við óskum
ykkur gleði og friðar á nýju ári

 

Laufabrauð

Við hittumst í Norðlingaholtinu í ár til að skera út Laufabrauðið.
Að vanda var byrjað á því að spjalla aðeins og næra sig með glæsilegu samskotshlaðborðið – það þarf ekki mikið til þess að allir fái eitthvað :D


Þá var hafist handa að byrja að skera út og steikja, ýmis listaverk fengu að líta dagsins ljós en það gekk hinsvegar misvel að steikja þau – tengdapabbi tók hlutverk steikingameistarans að sér að vanda en í ár var honum úthýst í orðsins fyllstu merkingu og var hann úti á palli að steikja!

Vandvirkir frændur
allt að gerast

Notalegur tími með familíunni á aðventunni. Okkur vantaði bara Danina okkar til þess að gera daginn fullkominn. Vonandi geta þau verið með okkur að ári.

Sólheimar…

Líkt og í fyrra fórum við með Lionsklúbbnum hans pabba á Litlu Jólin á Sólheimum í Grímsnesi. Við áttum þar dásamlegan dagspart og skemmtum okkur vel yfir skemmtiatriðunum sem voru eilítið frábrugðin frá því í fyrra þar sem Ómar Ragnarsson átti ekki heimangengt vegna veikinda en hann hefur séð um skemmtiatriðin í fjöldamörg ár.

 

Þessi sýndu snilldartakta í leikriti dagsins#Sólheimar #Rauðhetta #ásuskottiðmitt

Ása Júlía tók að sér hlutverk í einu atriðinu en fara átti með ævintýrið um hana Rauðhettu, fékk Ása Júlía aðal hlutverkið og stóð sig ótrúlega vel og kom okkur öllum á óvart hversu skýrmælt og flott hún fór með textann sinn.

Þau voru annsi dösuð ungarnir mínir á leiðinni heim og steinsofnuðu bæði Oliver og Sigurborg.

100 hamingjudagar

Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel :)

Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu.

Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag 102 og sjáum bara hvað þetta “endist” lengi :)

Snjóhúsagerð..

Snjóhúsagerð.. #allirhjálpastað #Kaldalkrakkar #frændsystkini #snjóhús
Bróðursynir Leifs voru hjá okkur um helgina og var hún vel nýtt í ýmiskonar snjóleiki, fórum meðal annars út í Skíðabrekku að renna og svo eyddu krakkarnir hellings tíma í að útbúa þetta risasnjóhús sem rúmaði þau frændsystkinin 6 og nokkra nágrannakrakka að auki.

Bara gaman þegar snjórinn er svona fullkominn fyrir snjóboltagerð :)

 

Sous Vide tilraunir

Kjúklingabringur með lime, timian, hvítlauksdufti, salti & pipar ásamt klípu af smjöri

Við erum á leið í bústað í Vetrarfríinu og ákváðum að sous vida þetta í kaf.

Græjuðum kjötið alla leið í poka með kryddi og með því þannig að það væri bara tilbúið beint í pottinn.

Vorum með Nautakjöt, 2 týpur af kjúklingi og svo lamba prime.

Krydduðum eftir smekk og skelltum í Vacumgræjuna, kjúklinginn ákváðum við að frysta en lambakjötið og nautið ekki.

Hlakka til!

Reykjanesið í hávaðaroki

Sterkust af öllum... #Kaldalsumar17 #reykjanes #brúmilliheimsálfa
Sterkust af öllum

Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um.

Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki.

Enduðum svo á að rölta yfir brúnna á milli heimsálfanna áður en við brunuðum aftur til baka í borgina.

Ása og Olli voru alveg á því að taka skyldi mynd af þeim fyrir neðan brúnna þannig að það liti út fyrir að þau væru sterkust af öllum ;)