Ég verð að viðurkenna að ég eiginlega nenni ekki að skrifa um þessa hressu páska 😉 Var samt ágætlega dugleg með myndavélina og hér eru því páskar í örmyndasýningu. Oliver tók sig til og perlaði páskaskraut… þetta er gert eftir mynd sem Inga amma tók af gömlu páskaperli eftir Sigurborgu frænku Við skelltum okkur í…
Ferming
Okkur var boðið í fermingarveisluna hennar Helgu Bjargar í Nauthóli í dag. Fallegur salur með glæsilegu brönsh hlaðborði. Á hlaðborðinu var að finna alveg fullkomlega þroskaða djúsí gula melónu og fékk Sigurborg Ásta að smakka smá eða það átti að vera smá… sú stutta varð bara reið þegar bitinn var tekinn frá henni, þetta var…
Þessi 3 yndi
Yndislegu ungarnir mínir í fallegu “Línu Langsokk” peysunum frá Hönnu frænku í Svíþjóð
5 mánaða!!
Yndislegur dagur…
Við vorum viðstödd yndislega athöfn í dag… brúðkaup góðra vina þeirra Óla og Guðrúnar Helgu. Athafnastjóri frá Siðmennt kom í heimsókn til þeirra í stofuna í Hestavaðinu og framkvæmdi mjög fallega og persónulega athöfn sem endaði auðvitað á hinn klassíska veg með kossi 😉 Létt og ljúf athöfn með standandi veislu á eftir. Innilega til…
stóra stelpuskottið
Þessi Perla á algerlega daginn í dag. Foreldraviðtal með glæsilegum commentum frá leikskólanum og að lokum sundsýning í síðasta tímanum hjá sundskólanum. Frábær stelpa sem við eigum
afaafmæli
pabbi átti afmæli í dag og kíktum við í mat og meðþví í tilefni þess í Birtingaholtið. Ásu Júlíu fannst reyndar ferlega skrítið að afar ættu afmæli yfir höfuð… “afar eiga ekki að eiga afmæli” heyrðist úr aftursætinu þegar við vorum á leiðinni vestureftir. Til lukku með daginn þinn pabbi minn
Lappaveisla!
Ég og krakkarnir skelltum okkur í Borgarnes í dag í hina árlegu Lappaveislu hjá Jónínu og Vífli. Virkilega skemmtileg hefð sem við reynum að mæta í á hverju ári. Alltaf gaman að hitta ættingjana og hitta líka Ólsarana svona á nokkurnveginn miðri leið. Sigurborg Ásta var að hitta nokkra í fyrsta sinn og náði auðvitað…