Stundum virkar að taka þátt í leikjum 😉 Ég tók semsagt þátt í leik á Facebook þar sem í verðlaun voru geisladiskur og heimsókn frá sjálfum jólasveininum (í þessu tilfelli Askasleiki) og var ein af 5 sem dregin var út. Við fengum svo Askasleiki í heimsókn til okkar áðan við mikla undrun og gleði krakkanna…