Samkvæmt jóladagatalinu hjá okkur í dag var planað að baka smákökur en þar sem dagurinn var langur fór ég styttri leiðina og splæsti í tilbúið deig og lét krakkana svo um að móta kökurnar sem þau gerðu svona líka lista vel! ég er eiginlega á því að útlitið hafi verið betra en bragðið *hóst* Oliver…
Month: December 2015
Grílukerti
Ég verð að viðurkenna að ég hef svolítið saknað þess að sjá ekki Grílukerti eins og þegar ég var krakki… að labba heim úr skólanum með grílukerti á stærð við góða gulrót var hálfgerður standard svona um miðjan vetur en hallóhalló ég man ekki eftir svona stórum !! Þessi voru á þakskegginu hjá okkur götu…
blendnar tilfinningar…
jólaminningar
Ég hugsa alltaf til 2 yndislegra kvenna þegar sá tími kemur að taka þetta ljós upp úr kassanum sínum á aðventunni. Ég erfði það frá Þuru ömmu en Stína heitin frænka hafði málað og gefið henni það á sínum tíma einn af mínum uppáhalds jólamunum
Hurðakransinn mættur ;)
Mig hefur oft langað að útbúa krans á útidyrahurðina og í ár lét ég verða af því eftir að hafa vafið aðventukransinn. Þetta er í raun bara afgangurinn af efniviðnum úr aðventukransinum og nokkrar skrautgreinar þar að auki. Ég setti 1 stjörnu fyrir hvert okkar og 2 litlar greinar til þess að fá smá auka…