Síðasti dagur ársins runnninn upp og því er við hæfi að vnda að líta um öxl og sjá hvað við höfum fengist við á árinu sem senn er liðið.
Month: December 2015
Jólaball í vinnunni hjá Ingu ömmu & Skúla afa
Ein af jólahefðunum okkar er að mæta á jólaball í vinnunni hjá Ingu ömmu og Skúla afa. Ekki þykir þeim heldur leiðinlegt að mæta með hópinn sinn. Að vanda var dansað í kringum jólatréið og jólasveinar láta sjá sig með tilheyrandi fíflagangi og gjöfum.
Gleðileg jól
Við áttum yndisleg jól hérna heima í Kambaselinu. Fengum foreldra mína til okkar líkt og síðustu ár eftir að Sigurborg Ásta bættist í hópinn okkar. Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól til ykkar allra ❤
Leifur byrjaður að mixa Tangagötuísinn #jól15
Undarleg heimsókn í Kambaselið…
Stundum virkar að taka þátt í leikjum 😉 Ég tók semsagt þátt í leik á Facebook þar sem í verðlaun voru geisladiskur og heimsókn frá sjálfum jólasveininum (í þessu tilfelli Askasleiki) og var ein af 5 sem dregin var út. Við fengum svo Askasleiki í heimsókn til okkar áðan við mikla undrun og gleði krakkanna…
Kaldalspiparkökumálun
Við ákváðum að bjóða systkinum Leifs og afkomendum í piparkökumálun í dag… vildi reyndar svo til að Gunnar, Eva og Hrafn Ingi komust ekki og ekki Tobbi en allir hinir plús tengdamamma komu 🙂 Úr varð sykurleðjupartý í eldhúsinu og margar fagurlega skreyttar piparkökur voru framleiddar af börnunum.
Maggasveinar
Pabbi slær ekki slöku við og er endalaust að framleiða nýjar týpur af sveinum já og öðrum köllum 🙂 Mér skilst að hann sé búinn að tálga og gefa yfir 2000stk í ár og þar af eru flestir ómálaðir og gefnir til m.a. MS setursins þar sem þeir eru málaðir og svo seldir á jólabasar…