Það er svo margt búið að vera að brjótast inní mér undanfarið – flest af því á ekkert heima hérna inni og þ.a.l. hef ég auðvitað ekki verið að tjá mig um það hér. Stundum finnst mér ég taka hluti inn á mig sem ég ætti etv ekki að láta snerta mig, en einhverra hluta vegna gera þeir það. Ég veit í rauninni upp á mig sökina en sumt af þessu truflar mig pínu og sumt mun meira en það… æj ég er sennilegast bara að blaðra en stundum festast svona hlutir í kollinum á manni og valda því að maður hugsar of…