Við vorum að fá e-mail með þeim upplýsingum að þau hafi skellt sér í hjónaband í Sidney, Ástralíu þann 3.des!!! Innilega til hamingju elsku Maggi & Elsa!! Fékk þessa mynd að láni af heimasíðunni þeirra 😉
Month: December 2007
fyrsti í aðventu, Spádómskertið
Við skötuhjúin skelltum okkur í aðventukransagerð í gærkvöldi 🙂 semsagt þá var ákveðið að gera okkar eigin jólahefð og vefja okkar eigin grenikrans 🙂 Erum nokkuð sátt við útkomuna 🙂 Hér er kransinn og búið að kveikja á fyrsta kertinu Spádómskertið