komin heim

jæja ég er komin aftur úr brúðkaupinu… þetta var ágætt nóg af ættingjum, allir að tala mikið og borða mikið og þannig.
Myndirnar eru af mér og Öglu Rún að fíflast & svo systkinunum Davíð Geir & Öglu Rún en þau eru börn brúðhjónanna svo er líka ein lítil prinsessa sem heitir Anna Elísabet yngri heheh… hún er alnafna ömmu sinnar, því fær hún þennann skemmtilega “yngri” titil.
Jæja ég ætla að koma mér í svefn… svona akstur og partý þreyta mann all svakalega! ég sendi eitthvað sniðugt hérna inn á morgun… síðar!

jæja…

jæja… ætli það sé ekki kominn tími á að hætta þessu… ég er búin að vera að vesenast í tölvunni í mest allt kvöld… var að fikta í myndum og svona… það er reyndar bara gaman amk að mínu mati!!! :)
Í fyrramálið fer ég til Ólafsvíkur í jólabrúðkaup :) Olli frændi & Anna Guðný eru að fara að giftast… svaka stuð á þeim bæ. Þau báðu pabba að taka myndir þannig að við þurfum að vera tímanlega á ferðinni. Þetta ætti samt að vera gaman, öll fjölskyldan eða því sem næst.. langt síðan það hefur gerst… alveg ár! heheh
Reyndar þá var jólaboð í gangi í dag fyrir vestan… skv. hefðinni… við ákváðum að sleppa því þar sem takmarkað pláss er á svefnplássi þessa daga.. & fara bara á morgun.
jæja… ég ætla að fara að sofa því að við þurfum að vakna um 8 sérstaklega ég… þar sem ég ætla í sturtu áður en við förum af stað :)
góða nótt & allt það!!

jólakort

ég fékk eitt jólakort með mynd… annars þá fékk ég nokkur kort sko… en bara eitt með mynd.. mynd af litlu sætu Kolbrúnu Söru
ég fékk auka jólapakka í dag!!! ég og Lilja vinkona ákváðum fyrir nokkrum árum að við myndum ekki gefa hvor annarri jólapakka en svo hringdi hún í mig áðan og bauð mér yfir… Sirrý beib var á leiðinni þangað líka og hún gaf mér jólapakka… hún fór á námskeið í vetur í bútasaumi og gaf mér svaka fínan púða í því þema. Mér þykir alltaf svo vænt um að fá gjafir frá fólki sem það hefur gert sjálf… og í ár fékk ég 2!!!
Snjókarlinn frá Sirrý
&
púða frá Lilju.
jæja ég ætla að fara að vafrast hérna og ef til vill bæta fleiri einstaklingum í bloggvinafélagið hérna til hægri.
síðar!!!

jólagjafirnar í ár

Jólagjafirnar í ár:
Axel gaf mér eyrnalokka, rosalega flotta…
Mamma & Pabbi gáfu mér SENSI ilmvatn frá Giorgio Armani & bók sem heitir Ísbarnið
Afi & Hjördís frænka gáfu mér Vaknað í Brussel eftir Betu Rokk
Sirrý beib bjó til æðislegan snjókarl úr viði… Sirrý I love it girl og svo gaf hún mér líka postulínsdúkku.. svaka fína
Helga María gaf mér sætan snjókarl svona puntukarl
Addi, Brynja & Unnur Birna gáfu mér Moschino ilmvatn ( hmm þekkiði það ? I sure don’t *smá pæling í gangi*)
vinnan gaf mér Naomi Campbell Ilmvatn & bodylotion…
held að þetta sé þá upptalið…. það mætti svosem halda að ég væri einhver stinker! 3 teg af ilmvötnum!!! heheh þar sem ég þekki ekkert til Moschino þá er alveg líklegt að ég skili því… æji kemur í ljós… Naomi er ágæt en mér finnst Sensi æðislegt! enda bað ég m&p að gefa mér sollez… Axel var líka geðveikt sætur að gefa mér svona flotta eyrnalokka. og Sirrý að búa til þennann brill snjókarl… hann er æði… ég tek mynd af honum fljótlega og læt hérna inn…

þreytt

vá… ég vera þreytt… ég held ég sé hætt í bili að fikta í templatinu.. búin að bæta þessum fínu snjókornum við.. auðvitað bleik… eða ég varð að hafa þau einhvernvegin öðruvísi en hvit… þá hefðu þau ekkert sést hahahah :) æjjjjjjjjjj Dagný farð að sofa :)

endurkoma?

Jahá… ég er að hefja endurkomu mína hérna í netheima… eða eitthvað álíka… ég myndi samt frekar vilja að Axelíus reddaði DIPinu upp aftur… en ég verð víst að sætta mig við það að notast við Blogger þar til… ég er kannski búin að bíða alltof lengi… hver veit… kemur í ljós!!!!
ég er búin að vera heillengi í kvöld að breyta og bæta (já að mínu mati) templatið… verí görlí! heheh annars þá ætti ég kannski bara að fara að sofa ? held að það væri sniðugt… ég þyrfti að vakna á morgun og svona skemmtó :)