djöfulli er þetta þreytandi.

úff… djöfulli er þetta þreytandi.
ég svaf sama sem ekkert í nótt vegna þess að ég var alltaf að vakna vegna hósta eða hnerra… ég hef aldrei áður fengið kvef þar sem ég hnerra jafn mikið og ég geri núna… vildi óska þess að þessar sögusagnir væru sannar… þ.e. með hnerrana… þá væri ég sko með multiple orgasms á hverjum degi!!!
fjör í því!
en nú reikningar!!!

nýtt vinnu ár

*hóstihóst* jæja.. nýtt vinnu ár mætt á svæðið… veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það.. sérstaklega ekki þegar árið byrjar svona skemmtilega… veikindi & hjónaskilnaður. aníhow… ég er ein hérna í vinnunni og geðveikt gaman hjá mér… ég er búin að hanga hérna frá kl 8 í morgun og blah mér leiðist!!! ég þyrfti samt að fara að huga að reikningum og þannig… nenni því barasta ekki baun í bala!!!!
ég fór í heimsókn með m&p í gærkveldi til systur mömmu og krakkanna hennar… eða sko þetta var samt algert svindl! eina barnið hennar sem var heima býr ekki einusinni þarna lengur… heheh Fannar frændi var í heimsókn hjá múttu með konuna með sér… ég er alltaf að fíla hana Rán betur og betur. Fannar náði sér í rosalega góða stelpu.og ef hann gerir eitthvað til að vísa henni frá sér þá er hann frændi minn ASNI… heheh en ég efast stórlega um að hann geri það ekki eftir ástarjátningarnar til hennar þegar þau gistu heima um daginn.. það var ekkert smá sætt…
ég ætla að fara að gera eitthvað af “viti” hérna í vinnunni… sendi inn línu síðar!!

365 dagar

Ég hef í dag, laggt inn 365 daga umvafða ánægju, gleði, heppni, ást & góðri heilsu inn á þinn bankareikning nr. 2003.
Notaðu inneignina vel =)

ömurleg byrjun

fékk formlega staðfestingu á því áðan að árið 2002 sé ömurlegasta ár ever ef horft er til sambanda / hjónabanda.
mér var sagt frá því áðan að eitt af þeim samböndum sem ég hef litið upp til í gegnum árin er brostið… og það vegna 3ðja aðila.
þetta er ekki fyrsta hjónabandið sem ég veit að fer út um þúfur á þessu ári vegna 3ðja aðila.
ég veit allavegana um 4 önnur hjónabönd og nokkur sambönd. mig langar hellst að fara til frænku núna og knúsa hana í langan tíma… þetta gerist víst eins og allt annað… ekkert er pottþétt í þessum heimi.
En þetta gera áramótin formlega ÖMURLEG! ekki nóg með það að ég sé veik og hafi enga löngun til að fara að skemmta mér þá bætist þetta oná!

Gleðilegt ár!!

jæja þá er kominn gamlársdagur…
ég er orðin drullu veik þannig að ég efast um að ég geri einhver stórvirki í kvöld.
hefði samt ekkert á móti því að fara á Stuðmenn á NASA… aníhow… ég er að spá í að hafa smá könnun hérna á eftir… ég ætla að skipta um “dömu” hérna til hliðar og er búin að finna nokkrar myndir… þarf bara smá aðstoð við að finna hverja þeirra ég á að velja… sendi það inn hérna á eftir… en á meðan…
Gleðilegt ár!!

*hósthóst*

jahá! það virðist ekkert ætla að virka þessa dagana.. kannski er þetta svona late Y2K dæmi bæði kommentasystemið mitt og þarna þar sem sést hve margir eru í heimsókn duttu út or somethin!
annars þá er ég búin að vera að hósta úr mér lungun í allan dag… ekkert gaman.. hringdi í Cafe Presto og sagði að ég treysti mér ekki í vinnu… og Liv gat ekki unnið fyrir mig þannig að Hildur verður bara að redda þessu sjálf… ekkert sérstklega heillandi að láta manneskju sem gerir lítið annað en að hósta / hnerra vera að útbúa kaffi og kakó og þannig fyrir sig. mér finnst það amk ekki!!!!
*hósthóst*