Það er ekkert lítið sem ég er hrifin af húfuuppskrift sem elsku Sara vinkona gaf mér þegar Ása Júlía var lítil… finnst þetta endalaust krúttlegar húfur og er búin að gera nokkrar á stelpurnar. Finnst hún einhvern vegin ekki alveg passa á gaura nema þeir séu um eða yngri en 2 ára en það er…
Rýja
Ég hef verið að skoða undanfarið umræður, myndir og uppskriftir af allskonar tuskum… heklaðar sem og prjónaðar. Svo í síðustu viku kom svakasprenging á spjallhópi sem heitir Handóðir prjónarar og er á facebook í tengslum við tuskuprjón/hekl. Fólk var ýmist með eða á móti heimagerðum tuskum … þetta var eiginlega bara fyndin umræða, ekki beint…
haustlitir í göngutúr
Við Sigurborg Ásta gengum heim frá dagmömmunni í dag og nutum fallegu haustlitana í hverfinu…
Haustferð
Við skelltum okkur í smá ferðalag um helgina með vinnunni hans Leifs. Hittumst nokkur við Olis í Norðlingaholti og keyrðum í samfloti austur í Þjórsárdal þar sem stoppað var í bústað eins af samstarfsmönnum Leifs og gætt sér á léttum brönsh í æðislegu umhverfi. Þvínæst var haldið inn að Stöng .. eða þeir sem voru á…
Vettlingar & Lyalya húfa
síðustu daga hefur kólnað svo hratt og mikið að ég vaknaði upp við vondan draum.. Sigurborg á ekkert af almennilegum vettlingum! bara einhverja örþunna :-/ ekki nógu gott! Ég greip afgangsgarnið frá heilgallanum sem ég gerði á hana í vor og fann mér uppskrift… ferlega krúttlegir litli fiðrildavettlingar komu í ljós og ekki verra…
Stelpuskott teiknar
Ása Júlía er stöðugt að framleiða listaverk… ef hún kemst í blað og penna/lit og þá er byrjað að teikna. Það nýjasta er að hún biður okkur um hugmynd af mótívi…þ.e. hvað hún á að teikna… áðan bað ég hana að teikna Kviku sem er hundurinn þeirra Sigurborgar & Tobba. og voilá hér er Kvika 😉
Fiðrildi fyrir fiðrildið mitt
Ásu Júlíu vantaði nýja lopapeysu fyrir veturinn… Pabbi hafði keypt eitthvað glimmergarn með pallíettum þegar hann var hjá Ástu frænku í fyrra sem var alveg tilvalið til að prjóna með lopanum. Ég átti nokkrar dokkur af hnetubrúnum léttlopa og smá af ljósum þannig að tilvalið var að skella í eina með einlitu munstri og prjóna…
Miðvikudagsminningar…
Ein úr nóvembermömmuhópnum mínum er búin að vera að dásama brennóhópinn sem hún er í en þarna eru hressar kellur á ýmsum aldri sem hittast í Kórnum og spila brennó 2x í viku. Ákvað að skella mér með henni í 1 tíma í september og þá varð ekki aftur snúið! Þetta er lygilega mikið púl…