Síðustu 2 vikur hafa ekki beint verið skemmtilegar hér á bæ. Oliver byrjaði á því að fá þessa leiðindarpest sem er í gangi með hósta, hori, hita og almennri vanlíðan. Næst tóku Leifur og Sigurborg Ásta við og að lokum ég. Enn sem komið er er Ása Júlía sú eina sem hefur sloppið við þetta…