Month: September 2014
Fyrsta fótboltaæfingin
Ása Júlía fetar í fótspor stóra bróður og er byrjuð að æfa fótbolta með 8flokki hjá ÍR. Þær eru 2 skotturnar sem mæta saman á æfingar, Ása Júlía og Ásta Margrét. Ekki leiðinlegt fyrir dömurnar að haldast svona í hendur.
Haust
Ég elska haustlitina, hvernig allt breytir um lit og hvernig haustið færir með sér rútínu og skipulag (sumarið er reyndar eiginlega bara skipulagt kaos).
Sólblóm í vinnslu…
Þetta mjakast þó hægt gangi… næsta skref hjá mér er að prjóna ermarnar og svo hálslíninguna sem er gerð með snúruprjóni.
Fyrsti í aðlögun…
… hjá dagmömmunum í dag þetta litla krútt veit ekkert hvað er í vændum, annað en göngutúr í vagninum sínum… ég veit eiginlega ekki hvor okkar er í aðlögun, ég eða hún… þetta verður skrítið 😉