Við æskuvinkonurnar ásamt Leifi, Ómari og krökkunum hittumst í mat í gær. Ákváðum að prufa að vera dálítið þjóðlegar og hafa einhvern smotterís þorramat og svo hitt og þetta fyrir gikkina 😉 Áttum bara skemmtilegt kvöld og komumst að því að “fersk” sviðasulta fer einna helst ofan í liðið af þessu mataræði… já og blóðmör….