Ég rakst á þetta einhverstaðar á netinu 🙂 Barnið er ágæt afsökun fyrir ykkur til að gera það sem beinlínis þykir ekki hæfa fullorðnu fólki. Nú getið þið legið á bakinu og sparkað fótunum upp í loftið. Nú getið þið bakað drullukökur. Nú getið þið grett ykkur og geiflað. Nú getið þið dansað og sungið. Getu ykkar er engin takmörk sett….