Við erum komin heim mæðginin, ekki lengur merkt sem eign þvottahúss spítalana! Leifur vildi nú helst krossa yfir þessi seinni 2 orð og setja LEIFS í staðinn svona á meðan við dvöldumst þarna mæðginin. Allavegana það er kominn gróandi í þetta allt saman og 200ml af vibba farinn í ruslið eða hvað þeir hjá LSH…
Month: May 2007
;)
við erum á lífi 😉 bara svona rétt að láta vita – nenni samt ekki einhverjum ritgerðarstörfum akkúrat núna. Fengum frábærar fréttir í gær 😀 Ásta frænka er að koma til landsins í sumar!!!! *jeij*
Brjóstagjöf, bleyjuskipti, svefn
ný rútína hjá manni *heh* Litli kúturinn varð 2 vikna í gær samt erum við bæði að tala um það að það sé eins og hann hafi alltaf verið hérna 🙂 fullkomin lítil persóna sem er kominn inn í líf okkar. Leifur heyrði alveg brilliant setningu einhverstaðar um daginn… jú þau fæðast með fullmótaðan persónuleika,…
ein af sætasta ;)
puttarnir eru greinilega alveg ofsalega góðir á bragðið 😉
skrítið
mér líður eins og ég sé orðin 18 aftur eða eitthvað álíka – amk komin í prófatíð í menntó! það er maí, úti er sól, yndislegt veður og búið að vera svona í nokkra daga en hvar er ég? jú ég er innandyra og “kemst” ekki út. hefði lítið á móti því að litli kútur…
hmmm
Eitthvað fer nú lítið fyrir uppfærslum hérna svona í og með vegna þess að mest allur minn tími fer auðvitað í það að kynnast og dást að drengnum mínum. Hann er búinn að vera alger engill þessa tæpu viku sem hann hefur verið utan bumbunnar, er alger svefngúrka og við höfum fengið að sofa á…
Lítill sætur strákalingur
Takk fyrir allar kveðjurnar elsku vinir og ættingjar 🙂 litli strákurinn okkar leit dagsins ljós kl 17:23 í gær (2.maí) hann var 3535gr (14 merkur) og 51 cm. okkur líður öllum rosalega vel og erum við foreldrarnir varla farin að snerta jörðina 🙂 frekar en ömmurnar, afarnir og frændsystkinin 🙂 Ég set inn frekari fréttir fljótlega, og eflaust ýtarlegri inn á síðuna hans á næstu dögum 🙂
er ekkert að gerast?
Hmm þið eruð fyndin 😉 Nei það er allt með kyrrum kjörum hérna – það hefur samt rétt rúmar 10 klst til að ná að verða verkalýðsdagsbarn 🙂 þó ég sé samt ekki alveg sammála honum Didda frænda, ef hans ágiskanir eru réttar þá myndi barnið “verða” að heita Guðmundur Jaki 🙂 Það væri nú…