jæja þá er síðasti dagurinn á Heilsugæslunni liðinn… búið að vera alveg sérdeilis ágætt – er reyndar með þann möguleika á að kalla í mig ef þeim vantar að leysa af á síðdegisvaktinni einhverja daga – ekki slæmt! þau eru alger krútt – gáfu mér kveðjugjöf 🙂 ferlega krúttaralega kisustyttu 🙂
Day: August 31, 2006
síðbúin afmælisgjöf
Leifur vakti mig í gær upp úr kvefsvefnsmókinu mínu haldandi á STÓRUM kassa innpökkuðum í afmælispappír… NB þessi kassi var líka frekar þungur… oooooookey, þegar ég er búin að rífa pappírinn af og opna kassann kemur í ljós að Leifur var búin að hafa fyrir því að panta Sizzix vél!! hann er algert YNDI!!! bara…