Við æskuvinkonurnar ásamt Leifi, Ómari og krökkunum hittumst í mat í gær. Ákváðum að prufa að vera dálítið þjóðlegar og hafa einhvern smotterís þorramat og svo hitt og þetta fyrir gikkina 😉 Áttum bara skemmtilegt kvöld og komumst að því að “fersk” sviðasulta fer einna helst ofan í liðið af þessu mataræði… já og blóðmör….
Category: daglegt röfl
líkamsræktargúrúin
síðan WC opnaði hérna við hliðiná vinnunni minni hef ég tekið xtra mikið eftir því hversu miklu það virðist skipta þessi líkamsræktargúrú að leggja helst alveg í innganginum, amk eins nálægt honum og MÖGULEGA er hægt, skiptir engu máli hvort stæðin séu merkt eða ekki. Við turtildúfurnar erum nýlega farin að kíkja inn í Laugar…
Litli stóri strákurinn okkar
Við vorum að fá tölvupóst með staðfestingu á að litli pjakkurinn okkar er kominn með leikskólapláss!!! Hringdi um leið í leikskólastjórann á Austurborg og við komum okkur saman um að við mættum kíkja til þeirra í fyrsta í aðlögun þann 2 febrúar! Litli ormurinn minn er að verða leikskólastrákur :love:
spáð og spegúlerað…
ég get ekki gert það upp við mig hvort ég ætti að smella mér í hlaupabóluheimsókn eða ekki… hugsa þetta alltaf þannig að illu er best aflokið en svo á móti vesen að vera með veikt kríli… sem betur fer þó gæti ég alltaf sett strákinn til mömmu þegar honum er farið að líða betur…
löng helgi á enda
Það má segja að þessi helgi hafi verið frekar skrítin. Við hættum bæði á hádegi á föstudaginn í vinnu til þess að fylgja föður góðs vinar okkar til grafar. Rosalega skrítin tilfinning að fylgja foreldri jafnaldra síns til grafar en því ver og miður má segja að þetta sé bara gangur lífsins. Leifur skellti sér…
matarboð…
Við vorum með pínu matarboð á þriðjudaginn sem endaði svo í Pictonary með sykursjokksívafi. Fengum semsagt Sigurborgu og Tobba í heimsókn til okkar í mexíkanska kjúklingasúpu og spil. Frábært kvöld þar sem við Leifur svona vorum aðeins að skoða þennan nýja. Komst að því að við Tobbi greinilega hugsum hlutina dálítið svipað – amk voru myndirnar sem…
hvaða hvaða
ég hef greinilega ekkert sett hingað inn síðan á síðasta ári !! Þessir fyrstu dagar ársins hafa gjörsamlega flogið framhjá mér. Annars er mest lítið búið að vera í gangi. Við turtildúfurnar áttum víst 5 ára afmæli þann 3.jan. Tengdó voru búin að bjóðast til þess að hafa strákinn þá um kvöldið þannig að við…