Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

hvaða hvaða

Posted on 08/01/2009 by Dagný Ásta

ég hef greinilega ekkert sett hingað inn síðan á síðasta ári !!
Þessir fyrstu dagar ársins hafa gjörsamlega flogið framhjá mér.
Annars er mest lítið búið að vera í gangi.
Við turtildúfurnar áttum víst 5 ára afmæli þann 3.jan. Tengdó voru búin að bjóðast til þess að hafa strákinn þá um kvöldið þannig að við nutum þess að vera bara 2 ein og skelltum okkur svo í bíó – sorglega lítið úrval af myndum sem manni langar að sjá í bíó samt!

Svo fórum við familían ásamt GunnEvu og Hrafni Inga á Þrettándabrennuna við Ægissíðuna á þrettándanum og strákarnir skemmtu sér vel með sín stjörnuljós og að VÁ-a yfir flugeldunum 🙂 enda eru þeir tveir alger krútt!
Um kvöldið komu svo Gísli og frú (Stine) í heimsókn til okkar. Áttum mjög notalegt kvöld sem fram fór á mjög sérstöku tungumáli – EnskÍslDansk 🙂 þannig séð – þó aðalega enskunni.

Þetta var þó ekki það eina sem gerðist hjá okkur á þrettándanum heldur fengum við annsi leiðinlegar fréttir frá góðum vini okkar. Hlutirnir eru annsi fljótir að breytast og þá oft á þann veg sem maður býst ekki við.

Föstudagur á morgun og helgin framundan, spennandi að sjá hvort við náum ekki að gera eitthvað skemmtilegt með pjakknum okkar, hljótum að geta fundið okkur e-ð spennandi að gera 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme