er titillinn sem Leifur fékk í dag 😉 Í tilefni þess grilluðum við dýrindis nautasteik (piparkrydduð en ekki hvað) útbjuggum dásemdar piparostasósu með slettu af viskí-i, grillaðar kartöflur ásamt grilluðum ferskum maís og auðvitað ferskt salat með – þvílíkt nammi!! Borðuðum líka öll 4 á okkur gat, svo stórt að við höfðum takmarkaðan áhuga á…
Ömmudót
Það eru alltaf ákveðnir hlutir sem minna mig á Helgu ömmu og Olla afa… Um helgina var ættarmót í tilefni aldarminningu Olla afa eins og ég sagði frá áður þannig að við fjölskyldan kíktum í heimsókn í Ólafsvíkina. Alltaf þegar við förum þangað heimsækjum við Vallholt 3, þar sem Oliver afi og Helga amma bjuggu…
Blóm…
heimilislegra…
Við erum loksins að klára að finna staði fyrir hluti sem við viljum hafa á veggjunum hjá okkur… Settum upp smáhlutahilluna áðan og vá hvað mér finnst hún breyta miklu 🙂 er líka búin að sakna hennar 😀 Við erum líka búin að hengja upp ramma með myndum frá 25.ágúst 2012 og fína veggteppið sem…
Aldarminning
í dag var einskonar ættarmót hjá afkomendum Olla afa og Helgu ömmu í tilefni aldraminningar afa en hann hefði orðið 100 ára á mánudaginn, 10 júní 🙂 Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla. Við byrjuðum á því að hittast öll í Kirkjugarðinum í Ólafsvík og setja blóm á leiðið þeirra. Því næst…
*gelgj*
Sumarið eftir 8 bekk vorum við æskuvinkonurnar í unglingavinnunni svona eins og allir gerðu á þeim tíma. Ég og Eva Hlín vorum pretty much alltaf saman í vinnunni sem og utan hennar. Þetta sumar kynntumst við henni Ásu LBG en hún var ný í hverfinu. Það er frekar skrítin tilhugsun að það séu komin 20!…