Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Ömmudót

Posted on 13/06/201314/06/2013 by Dagný Ásta

Það eru alltaf ákveðnir hlutir sem minna mig á Helgu ömmu og Olla afa…

Um helgina var ættarmót í tilefni aldarminningu Olla afa eins og ég sagði frá áður þannig að við fjölskyldan kíktum í heimsókn í Ólafsvíkina.

Alltaf þegar við förum þangað heimsækjum við Vallholt 3, þar sem Oliver afi og Helga amma bjuggu en nú býr Hjördís frænka þar. Hjá henni leynast enn gersemar sem mér þykir svo vænt um úr búi ömmu og afa. Eins og t.d. þessi rokkur, mér finnst hann æði 🙂

#Alvöru #rokkur #ömmudót
Rokkurinn hennar ömmu Helgu sem kemur að öllum líkindum frá Láru langömmu

það er svo margt annað sem leynist hjá henni sem mér þykir vænt um en ég verð að viðurkenna þó að ég hafi aldrei séð þennan blessaða rokk í notkun og aldrei mátti leika með hann eða neitt þannig þá er hann eflaust einn af mínum uppáhalds hlutum í minningunum um ömmu og afa 🙂

December 2025
M T W T F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme