Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Aldarminning

Posted on 08/06/201314/06/2013 by Dagný Ásta

í dag var einskonar ættarmót hjá afkomendum Olla afa og Helgu ömmu í tilefni aldraminningar afa en hann hefði orðið 100 ára á mánudaginn, 10 júní 🙂

Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla. Við byrjuðum á því að hittast öll í Kirkjugarðinum í Ólafsvík og setja blóm á leiðið þeirra. Því næst gengum við af stað, upp gilið og alla leið upp í gömlu fjárhúsin hans afa (sem hafa reyndar núna fengið nýtt hlutverk þar sem systkinin gáfu skógræktinni húsin). Þar fékk fólk sér smá nesti og hélt svo áfram göngunni niðrí skógrækt og að gömlu réttunum. Eftir það var frjáls tími sem fólk nýtti í ýmsum tilgangi. Um 6 leitið var svo haldið í félagsheimilið Klif þar sem við nutum þess öll að borða saman, rifja upp minningar og  skoða myndir 🙂

Vífill frændi hafði tekið sig til fyrir mörgum árum og fékk afa til að segja sér frá ýmsu sem hann hafði upplifað og hafði skrifað það upp að hluta fyrir okkur hin.

Þessar áttu vel við í nestispokann ;-)

Einstaklega velheppnaður dagur og yndislegt að hitta allt fólkið svona á einum stað.

Oliver kom með dásemdargullkorn sem ég bara verð að setja hérna með:

“mamma, afhverju þekkir þú alla sem eru hérna?”

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme